Viltu koma í ferðalag? Guðmundur Björnsson skrifar 15. maí 2024 17:00 Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun