Ísland hástökkvari í málefnum hinsegin fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. maí 2024 07:31 Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. Það er mikilvægt fyrir okkur hinsegin fólk að búa í samfélagi þar sem við erum þátttakendur og metin að verðleikum. Að því sögðu þá gildir það því miður ekki enn um allt hinsegin fólk á Íslandi. Því þarf að breyta, en í dag fögnum við góðum árangri. Ísland farið úr 18. sæti í 2. sæti á sex árum Sá árangur sem við uppskerum nú er afrakstur mikillar vinnu fjölmargra aðila á undanförnum árum. Miklar réttarbætur hafa orðið í málefnum hinsegin fólks frá því ríkisstjórn okkar tók við árið 2017, þ.m.t. lög um kynrænt sjálfræði, ný ákvæði í hegningarlögum um hatursglæpi og aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks sett af stað. Einnig vil ég nefna bann við bælingarmeðferðum sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og lagt var fram af Hönnu Katrínu Friðriksson og fleiri þingmönnum. Mikilvægt framlag Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa leitt mannréttindabaráttu hinsegin fólks síðustu áratugi, lyft grettistaki og náð stórkostlegum árangri í starfsemi sinni. Ráðgjafaþjónusta Samtakanna við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra er ómetanleg. Takk Samtökin 78 fyrir að standa vörð um mannréttindi okkar og styðja við hinsegin fólk beint og milliliðalaust. Bágborin staða í mörgum Evrópulöndum – baráttan heldur áfram Að lokum verð ég að nefna að staða hinsegin fólks er bágborin í fjölmörgum Evrópulöndum, eins og Regnbogakortið sýnir glögglega. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að Ísland tali hátt og skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks bæði í tvíhliða samskiptum við önnur ríki, í gegnum ríkjabandalög sem Ísland er aðili að og á vettvangi alþjóðastofnana. Mikilvægt er að Ísland haldi því mannréttindastarfi áfram af krafti og eldmóð. Mannréttindabaráttu lýkur aldrei en gleðjast má í dag yfir þeim góða árangri sem Ísland hefur náð. Til hamingju Ísland í öllum regnbogans litum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. Það er mikilvægt fyrir okkur hinsegin fólk að búa í samfélagi þar sem við erum þátttakendur og metin að verðleikum. Að því sögðu þá gildir það því miður ekki enn um allt hinsegin fólk á Íslandi. Því þarf að breyta, en í dag fögnum við góðum árangri. Ísland farið úr 18. sæti í 2. sæti á sex árum Sá árangur sem við uppskerum nú er afrakstur mikillar vinnu fjölmargra aðila á undanförnum árum. Miklar réttarbætur hafa orðið í málefnum hinsegin fólks frá því ríkisstjórn okkar tók við árið 2017, þ.m.t. lög um kynrænt sjálfræði, ný ákvæði í hegningarlögum um hatursglæpi og aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks sett af stað. Einnig vil ég nefna bann við bælingarmeðferðum sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og lagt var fram af Hönnu Katrínu Friðriksson og fleiri þingmönnum. Mikilvægt framlag Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa leitt mannréttindabaráttu hinsegin fólks síðustu áratugi, lyft grettistaki og náð stórkostlegum árangri í starfsemi sinni. Ráðgjafaþjónusta Samtakanna við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra er ómetanleg. Takk Samtökin 78 fyrir að standa vörð um mannréttindi okkar og styðja við hinsegin fólk beint og milliliðalaust. Bágborin staða í mörgum Evrópulöndum – baráttan heldur áfram Að lokum verð ég að nefna að staða hinsegin fólks er bágborin í fjölmörgum Evrópulöndum, eins og Regnbogakortið sýnir glögglega. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að Ísland tali hátt og skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks bæði í tvíhliða samskiptum við önnur ríki, í gegnum ríkjabandalög sem Ísland er aðili að og á vettvangi alþjóðastofnana. Mikilvægt er að Ísland haldi því mannréttindastarfi áfram af krafti og eldmóð. Mannréttindabaráttu lýkur aldrei en gleðjast má í dag yfir þeim góða árangri sem Ísland hefur náð. Til hamingju Ísland í öllum regnbogans litum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun