Heilsa íslenskrar þjóðar, samofin framþróun í læknisfræði á Íslandi Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 17. maí 2024 07:31 Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun