„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:02 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. „Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
„Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira