Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? Bjarni Már Magnússon skrifar 17. maí 2024 09:31 Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Sjá meira
Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun