„Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:46 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni gegn Olympiacos í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. Valur er úr leik í Íslandsmótinu og því verður næsti leikur liðsins seinni leikurinn gegn Olympiacos eftir viku. „Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira