„Þarf að sjá eld í staðinn fyrir einhverja hræðslu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2024 21:40 Rúnar Ingi fer yfir málin Vísir/Anton Brink Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur kallar eftir meira hugrekki í leik sinna leikmanna en Njarðvík tapaði 2-0 gegn Keflavík í kvöld í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. „Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
„Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira