„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 21:52 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þakkar Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar, fyrir leikinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
„Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira