„Menn eru gríðarlega súrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2024 22:06 Rúnar Kristinsson var nokkuð brattur þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. „Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira