Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 22:31 Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. „Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Sjá meira
„Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Sjá meira