Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 08:54 Flutningabílar keyrðu líkkistur Raisi og hinna sem fórust í slysinu í gegnum miðborg Teheran að Frelsistorgi. Vísir/EPA Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi. Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi.
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39
Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47