Hvernig standa sveitarfélögin sig í stafrænni þróun? Sigurjón Ólafsson skrifar 22. maí 2024 14:01 Er stafræn umbreyting þjónustu sveitarfélaga tekin alvarlega á Íslandi? Sitja íbúar allra sveitarfélaga við sama borð þegar kemur að stafrænni þjónustu? Er fjármagni veitt í stafræn verkefni í hlutfalli við mikilvægi þeirra? Hvernig upplifa íbúar landsins stafræna þjónustu sveitarfélaga? Er gerlegt fyrir sveitarfélag sem er með íbúafjölda innan við 1.000 manns að veita burðuga stafræna þjónustu? Svar við flestum þessum spurningum er því miður NEI en með góðum undantekningum. Mig langar í þessari grein að brýna sveitarfélög og hið opinbera til dáða í þessum efnum. Fylgja þarf eftir sameiginlegri stefnumótun með kröftugri innleiðingu. Þjónustukannanir mæla ekki stafræna þjónustu Gallup gerir árlega könnun á þjónustu sveitarfélaga og sömuleiðis hefur Háskólinn á Bifröst gert árlega könnun á þjónustu sveitarfélaga en í henni kemur fram að almennt er betri þjónusta í stærri sveitarfélögum og kjörstærð sveitarfélaga sé á bilinu 20-30.000 íbúar. Í þessum könnunum er ekki spurt sérstaklega um stafræna þjónustu en að sjálfsögðu á hún í dag að vera meira og minna sjálfgefin í mörgum þjónustuþáttum. Það væri áhugavert að heyra sjónarmið íbúa um mikilvægi þess að geta afgreitt sig sjálfir. Gallup og Bifröst mælið það vinsamlegast í næstu könnun ykkar! Stafræn stefna ríkis og sveitarfélaga Fólk flytur líka oft á milli sveitarfélaga. Það býst við sömu upplifun og þjónustu hvort sem það býr í Hafnarfirði, Akureyri eða Egilsstöðum. Er það reyndin? Nei ekki nema að litlu leyti en stefnt er klárlega í þá átt með sameiginlegri stafrænni stefnu Stafræns Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið er að þjónustugátt hins opinbera sé vefurinn Ísland.is með mínum síðum fyrir íbúa. Í stafrænni stefnu frá júlí 2021 segir um betri opinbera þjónustu: Almenningur og fyrirtæki hafi jafnt aðgengi að framúrskarandi opinberri þjónustu sem er veitt út frá þörfum notenda á skilvirkan og hagkvæman hátt. Áherslur: Stafræn þjónusta er aðgengileg samfélaginu öllu og löguð að þörfum mismunandi hópa. Stafræn samskipti, í gegnum Ísland.is, eru megin samskiptaleið hins opinbera við almenning og fyrirtæki. Meginreglan er að einungis þurfi að skrá gögn einu sinni í samskiptum við hið opinbera og að gögn ferðist á milli stofnana í stað fólks. Rekstur vefkerfa og stafrænnar þjónustu er hagkvæmur og uppfyllir hæstu mögulegu öryggisskilyrði. Vefþjónustur og gagnaflutningslag hins opinbera er samræmt út frá tæknistefnu Ísland.is Samhæfing og hagkvæmni hugbúnaðarlausna er tryggð. Stefna er eitt og innleiðing er annað Það er þekkt staðreynd að 70-80% af stefnumótun er ekki fylgt almennilega eftir með innleiðingu. Til að hún takist þarf eiganda að verkefninu, fjármagn og mannskap. Stafrænt Ísland er vel fjármagnað. Þau komast hins vegar ekki yfir öll verkefni og geta ekki stutt yfir 150 opinberar stofnanir og 64 sveitarfélög með sínum mannskap og fjármagni. Þó fjármagnið væri þrotlaust væru ekki til hendur til að vinna verkefnin nema yfir langt tímabil. Mín tilfinning er sú að íbúar muni ekki sætta sig við annað en að geta afgreitt sig sjálfir á næstu árum. Íbúar munu ekki sætta sig við að sendast á milli stofnana og fyrirtækja til að sinna sínum erindum. Umhverfisvitund og sjálfbærnihugsun yngri kynslóða knýr á um slíkar lausnir. Að tala um stafræna þjónustu mun brátt heyra sögunni til rétt eins og við tölum ekki lengur um að vatn renni úr krönum, rafmagn berist með lögnum og aðgangur að neti sé alls staðar. Stafræn þjónusta er bara þjónusta, sjálfgefin. Hvernig eru sveitarfélögin undir þetta búin? Í fyrri grein um stafræna þróun sveitarfélaga lýsti ég áhyggjum yfir hvaða virðingarröð stafræn mál fá hjá þeim sem stýra samvinnu sveitarfélaga. Hún er ekki í hæsta forgangi í dag svo mikið er víst en líklegt að á því verði breyting innan tíðar. Lang stærstur hluti sveitarfélaga er að verja sáralitlu fjármagni í stafræn verkefni. Að einhverju leyti eru verkefni fjármögnuð sameiginlega í gegnum Samband íslenskra sveitarfélaga. Lítil sveitarfélög greiða þar lágmarksfjárhæð og stærri sveitarfélög leggja hlutfallslega inn í samstarfið. Megnið þó af stafrænum verkefnum sem eru unnin í sveitarfélögum eru unnin af sveitarfélögum hverju fyrir sig eða í samstarfi fárra. Reykjavíkurborg sker sig svo úr með stóru teymi og góðri fjármögnun stafrænna umbreytinga á síðustu árum. Hvaða sveitarfélög leggja áherslu á stafræna þróun? Er hægt að ætlast til þess að minnstu sveitarfélögin setji stórar fjárhæðir í slík verkefni? Borgar það sig? Fyrir smáríki sem Ísland er, er eitthvað vit í því að þau séu ekki með meira og þéttara samstarf úr því að það tekst ekki að fækka þeim meira en hefur orðið? Nei er auðvitað svarið. Við sjáum jákvæð merki frá mörgum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg tók djarfa ákvörðun fyrir 3-4 árum þegar ákveðið var að verja um 10 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á þremur árum og stór hluti þeirrar fjárhæðar hefur farið í innviðauppbyggingu, ekki síst kaup á hugbúnaði. Árangurinn er farinn að sýna sig og mun gera það áfram á næstu árum. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa fjárfest sum hver ágætlega í stafrænum verkefnum. Það má nefna Hafnarfjörð og Kópavog. Garðabær og Mosfellsbær hafa verið að taka við sér með ráðningu á sérfræðingum og auknum fjárveitingum. Reykjanesbær hefur unnið að mörgum metnaðarfullum verkefnum síðustu ár og verið í fararbroddi í sumum og sama má segja um Árborg. Akureyri hefur verið að stórefla sína stafvæðingu með ráðningum á sérfræðingum og aukinni fjárfestingu. Akranes kemur líklega þar á eftir og svo er fjöldi annarra minni sveitarfélaga að gera eitt og annað en meira af vilja en fjárhagslegri getu. Eftir stendur að yfir 50 sveitarfélög af 64 eru að gera lítið og fá ekki sérlega mikið úr miðlægum verkefnum sem þó hafa verið unnin síðustu ár vegna þess að þau eru fjárhagslega óburðug, of lítil og miðlægan stuðning með stærra teymi, en er í dag, vantar. Við eigum samt stefnuna, munið frá 2021, en það vantar upp á innleiðinguna. Síðasta fjármálaáætlun lofar þó góðu með fyrirheitin og orð hafa alltaf verið til alls fyrst. Næstu misseri vill maður þó sjá kröftuga innleiðingu og aðgerðir fylgi orðum. Það þarf að stórefla samstarf sveitarfélaga með miðlægum stuðningi. Við eigum uppskriftir að vel heppnaðri innleiðingu og árangri í stafvæðingu opinberrar þjónustu. Stafrænt Ísland býr að ríkulegu fjármagni, frekar litlu miðlægu teymi og með áherslur á útvistun verkefna til einkaaðila. Þau hafa náð eftirtektarverðum árangri síðustu ár og fleytt Íslandi langt í alþjóðlegum samanburði. Það er langur vegur frá því að verkefninu sé lokið en því miðar vel. Næsta stóra verkefni er hagnýting gagna en um hana og mótstöðu smákónga ríkisins fjallaði ég um í annarri grein. Það er algjört grundvallaratriði ef stafvæðingin á ekki að standa í stað á næstu árum. Færeyingum, okkar góðu frændum, hefur tekist betur en okkur að mörgu leyti í sinni stafrænni þróun. Ekki síst með því að tryggja að lítil sveitarfélög (og það á færeyskan mælikvarða!) hafa með skynsamlegri högun og fjármögnun tryggt þeim aðgang að stafrænni þjónustu og gögnum sem stærri sveitarfélögin hafa aðeins burði til hér á landi að sinna. Brettum upp ermar Stærstur hluti íslenskra sveitarfélaga getur ekki talist vera þátttakandi í stafrænni umbreytingu þjónustu. Og það sama á við stóran hluta þeirra 150 opinberru stofnana ríkisins. Þau hafa bara ekki mannskap eða fjármagn í verkefnin. Þess vegna þarf kröftuga þjónustu miðlægt frá hinu opinbera og þetta er ekki bara skoðun þeirra sem aðhyllast vinstri pólitík ef einhverjum skyldi detta það í hug. Nei, þetta er hin skynsama niðurstaða, sameiginlegum sjóðum okkar er best varið í öflugt samstarf sem allir njóta góðs af. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi var leiðandi í þessum efnum fyrir liðlega áratug þegar ríkið setti á fót GDS (Government Digital Services) sem sér um vefinn gov.uk (ígildi island.is) og hefur tekið í fangið að talsverðu leyti þróun á stafrænni þjónustu opinberra stofnana þar í landi. Reynslan síðasta áratuginn hefur ekki snúið við þessari ákvörðun. Færeyingar eru að gera það sama. Danir eru að gera það sama. Norðmenn eru að gera það sama. Og svo auðvitað Eistland sem líklega flestir þekkja fyrir framúrskarandi árangur af stafvæðingu þjónustu hins opinbera. Brettum upp ermar og setjum kraft í innleiðingu stafrænnar stefnu hins opinbera. Þjóðin mun græða. Höfundur er sérfræðingur á sviði stafrænnar þróunar og sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Tengdar fréttir Stafrænt samstarf sveitarfélaga þarf aukið vægi Síðustu fjögur ár eða svo hafa sveitarfélög átt með sér meira samstarf í stafrænum málum en nokkru sinni áður. Margt gott hefur áunnist. Miðlægt teymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga (Sambandið) hefur spilað mikilvægt hlutverk í því að koma á auknu samtali milli sveitarfélaga og stuðla að aukinni samvinnu. 13. maí 2024 08:00 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Er stafræn umbreyting þjónustu sveitarfélaga tekin alvarlega á Íslandi? Sitja íbúar allra sveitarfélaga við sama borð þegar kemur að stafrænni þjónustu? Er fjármagni veitt í stafræn verkefni í hlutfalli við mikilvægi þeirra? Hvernig upplifa íbúar landsins stafræna þjónustu sveitarfélaga? Er gerlegt fyrir sveitarfélag sem er með íbúafjölda innan við 1.000 manns að veita burðuga stafræna þjónustu? Svar við flestum þessum spurningum er því miður NEI en með góðum undantekningum. Mig langar í þessari grein að brýna sveitarfélög og hið opinbera til dáða í þessum efnum. Fylgja þarf eftir sameiginlegri stefnumótun með kröftugri innleiðingu. Þjónustukannanir mæla ekki stafræna þjónustu Gallup gerir árlega könnun á þjónustu sveitarfélaga og sömuleiðis hefur Háskólinn á Bifröst gert árlega könnun á þjónustu sveitarfélaga en í henni kemur fram að almennt er betri þjónusta í stærri sveitarfélögum og kjörstærð sveitarfélaga sé á bilinu 20-30.000 íbúar. Í þessum könnunum er ekki spurt sérstaklega um stafræna þjónustu en að sjálfsögðu á hún í dag að vera meira og minna sjálfgefin í mörgum þjónustuþáttum. Það væri áhugavert að heyra sjónarmið íbúa um mikilvægi þess að geta afgreitt sig sjálfir. Gallup og Bifröst mælið það vinsamlegast í næstu könnun ykkar! Stafræn stefna ríkis og sveitarfélaga Fólk flytur líka oft á milli sveitarfélaga. Það býst við sömu upplifun og þjónustu hvort sem það býr í Hafnarfirði, Akureyri eða Egilsstöðum. Er það reyndin? Nei ekki nema að litlu leyti en stefnt er klárlega í þá átt með sameiginlegri stafrænni stefnu Stafræns Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið er að þjónustugátt hins opinbera sé vefurinn Ísland.is með mínum síðum fyrir íbúa. Í stafrænni stefnu frá júlí 2021 segir um betri opinbera þjónustu: Almenningur og fyrirtæki hafi jafnt aðgengi að framúrskarandi opinberri þjónustu sem er veitt út frá þörfum notenda á skilvirkan og hagkvæman hátt. Áherslur: Stafræn þjónusta er aðgengileg samfélaginu öllu og löguð að þörfum mismunandi hópa. Stafræn samskipti, í gegnum Ísland.is, eru megin samskiptaleið hins opinbera við almenning og fyrirtæki. Meginreglan er að einungis þurfi að skrá gögn einu sinni í samskiptum við hið opinbera og að gögn ferðist á milli stofnana í stað fólks. Rekstur vefkerfa og stafrænnar þjónustu er hagkvæmur og uppfyllir hæstu mögulegu öryggisskilyrði. Vefþjónustur og gagnaflutningslag hins opinbera er samræmt út frá tæknistefnu Ísland.is Samhæfing og hagkvæmni hugbúnaðarlausna er tryggð. Stefna er eitt og innleiðing er annað Það er þekkt staðreynd að 70-80% af stefnumótun er ekki fylgt almennilega eftir með innleiðingu. Til að hún takist þarf eiganda að verkefninu, fjármagn og mannskap. Stafrænt Ísland er vel fjármagnað. Þau komast hins vegar ekki yfir öll verkefni og geta ekki stutt yfir 150 opinberar stofnanir og 64 sveitarfélög með sínum mannskap og fjármagni. Þó fjármagnið væri þrotlaust væru ekki til hendur til að vinna verkefnin nema yfir langt tímabil. Mín tilfinning er sú að íbúar muni ekki sætta sig við annað en að geta afgreitt sig sjálfir á næstu árum. Íbúar munu ekki sætta sig við að sendast á milli stofnana og fyrirtækja til að sinna sínum erindum. Umhverfisvitund og sjálfbærnihugsun yngri kynslóða knýr á um slíkar lausnir. Að tala um stafræna þjónustu mun brátt heyra sögunni til rétt eins og við tölum ekki lengur um að vatn renni úr krönum, rafmagn berist með lögnum og aðgangur að neti sé alls staðar. Stafræn þjónusta er bara þjónusta, sjálfgefin. Hvernig eru sveitarfélögin undir þetta búin? Í fyrri grein um stafræna þróun sveitarfélaga lýsti ég áhyggjum yfir hvaða virðingarröð stafræn mál fá hjá þeim sem stýra samvinnu sveitarfélaga. Hún er ekki í hæsta forgangi í dag svo mikið er víst en líklegt að á því verði breyting innan tíðar. Lang stærstur hluti sveitarfélaga er að verja sáralitlu fjármagni í stafræn verkefni. Að einhverju leyti eru verkefni fjármögnuð sameiginlega í gegnum Samband íslenskra sveitarfélaga. Lítil sveitarfélög greiða þar lágmarksfjárhæð og stærri sveitarfélög leggja hlutfallslega inn í samstarfið. Megnið þó af stafrænum verkefnum sem eru unnin í sveitarfélögum eru unnin af sveitarfélögum hverju fyrir sig eða í samstarfi fárra. Reykjavíkurborg sker sig svo úr með stóru teymi og góðri fjármögnun stafrænna umbreytinga á síðustu árum. Hvaða sveitarfélög leggja áherslu á stafræna þróun? Er hægt að ætlast til þess að minnstu sveitarfélögin setji stórar fjárhæðir í slík verkefni? Borgar það sig? Fyrir smáríki sem Ísland er, er eitthvað vit í því að þau séu ekki með meira og þéttara samstarf úr því að það tekst ekki að fækka þeim meira en hefur orðið? Nei er auðvitað svarið. Við sjáum jákvæð merki frá mörgum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg tók djarfa ákvörðun fyrir 3-4 árum þegar ákveðið var að verja um 10 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á þremur árum og stór hluti þeirrar fjárhæðar hefur farið í innviðauppbyggingu, ekki síst kaup á hugbúnaði. Árangurinn er farinn að sýna sig og mun gera það áfram á næstu árum. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa fjárfest sum hver ágætlega í stafrænum verkefnum. Það má nefna Hafnarfjörð og Kópavog. Garðabær og Mosfellsbær hafa verið að taka við sér með ráðningu á sérfræðingum og auknum fjárveitingum. Reykjanesbær hefur unnið að mörgum metnaðarfullum verkefnum síðustu ár og verið í fararbroddi í sumum og sama má segja um Árborg. Akureyri hefur verið að stórefla sína stafvæðingu með ráðningum á sérfræðingum og aukinni fjárfestingu. Akranes kemur líklega þar á eftir og svo er fjöldi annarra minni sveitarfélaga að gera eitt og annað en meira af vilja en fjárhagslegri getu. Eftir stendur að yfir 50 sveitarfélög af 64 eru að gera lítið og fá ekki sérlega mikið úr miðlægum verkefnum sem þó hafa verið unnin síðustu ár vegna þess að þau eru fjárhagslega óburðug, of lítil og miðlægan stuðning með stærra teymi, en er í dag, vantar. Við eigum samt stefnuna, munið frá 2021, en það vantar upp á innleiðinguna. Síðasta fjármálaáætlun lofar þó góðu með fyrirheitin og orð hafa alltaf verið til alls fyrst. Næstu misseri vill maður þó sjá kröftuga innleiðingu og aðgerðir fylgi orðum. Það þarf að stórefla samstarf sveitarfélaga með miðlægum stuðningi. Við eigum uppskriftir að vel heppnaðri innleiðingu og árangri í stafvæðingu opinberrar þjónustu. Stafrænt Ísland býr að ríkulegu fjármagni, frekar litlu miðlægu teymi og með áherslur á útvistun verkefna til einkaaðila. Þau hafa náð eftirtektarverðum árangri síðustu ár og fleytt Íslandi langt í alþjóðlegum samanburði. Það er langur vegur frá því að verkefninu sé lokið en því miðar vel. Næsta stóra verkefni er hagnýting gagna en um hana og mótstöðu smákónga ríkisins fjallaði ég um í annarri grein. Það er algjört grundvallaratriði ef stafvæðingin á ekki að standa í stað á næstu árum. Færeyingum, okkar góðu frændum, hefur tekist betur en okkur að mörgu leyti í sinni stafrænni þróun. Ekki síst með því að tryggja að lítil sveitarfélög (og það á færeyskan mælikvarða!) hafa með skynsamlegri högun og fjármögnun tryggt þeim aðgang að stafrænni þjónustu og gögnum sem stærri sveitarfélögin hafa aðeins burði til hér á landi að sinna. Brettum upp ermar Stærstur hluti íslenskra sveitarfélaga getur ekki talist vera þátttakandi í stafrænni umbreytingu þjónustu. Og það sama á við stóran hluta þeirra 150 opinberru stofnana ríkisins. Þau hafa bara ekki mannskap eða fjármagn í verkefnin. Þess vegna þarf kröftuga þjónustu miðlægt frá hinu opinbera og þetta er ekki bara skoðun þeirra sem aðhyllast vinstri pólitík ef einhverjum skyldi detta það í hug. Nei, þetta er hin skynsama niðurstaða, sameiginlegum sjóðum okkar er best varið í öflugt samstarf sem allir njóta góðs af. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi var leiðandi í þessum efnum fyrir liðlega áratug þegar ríkið setti á fót GDS (Government Digital Services) sem sér um vefinn gov.uk (ígildi island.is) og hefur tekið í fangið að talsverðu leyti þróun á stafrænni þjónustu opinberra stofnana þar í landi. Reynslan síðasta áratuginn hefur ekki snúið við þessari ákvörðun. Færeyingar eru að gera það sama. Danir eru að gera það sama. Norðmenn eru að gera það sama. Og svo auðvitað Eistland sem líklega flestir þekkja fyrir framúrskarandi árangur af stafvæðingu þjónustu hins opinbera. Brettum upp ermar og setjum kraft í innleiðingu stafrænnar stefnu hins opinbera. Þjóðin mun græða. Höfundur er sérfræðingur á sviði stafrænnar þróunar og sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Stafrænt samstarf sveitarfélaga þarf aukið vægi Síðustu fjögur ár eða svo hafa sveitarfélög átt með sér meira samstarf í stafrænum málum en nokkru sinni áður. Margt gott hefur áunnist. Miðlægt teymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga (Sambandið) hefur spilað mikilvægt hlutverk í því að koma á auknu samtali milli sveitarfélaga og stuðla að aukinni samvinnu. 13. maí 2024 08:00
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar