Deilan um boltann fer alla leið í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 11:57 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Samkeppnieftirlitinu leyfi til þess að áfrýja dómi Landsréttar í máli Símans á hendur eftirlitinu vegna risasektar í deilu um enska boltann. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13