Deilan um boltann fer alla leið í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 11:57 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Samkeppnieftirlitinu leyfi til þess að áfrýja dómi Landsréttar í máli Símans á hendur eftirlitinu vegna risasektar í deilu um enska boltann. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13