Einföld og afgerandi skref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2024 15:01 Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun