Nálægð við stjórnmálin – Ólafur Ragnar og Katrín Össur Skarphéðinsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun