Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 07:31 Sverrir Þór ræður við lið sitt í leik gærdagsins. Vísir/Diego Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum