Segja fiskiolíu geta aukið líkurnar á gáttatifi og heilablóðfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 10:53 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Vísindamenn segja mögulega tímabært að leggja lýsispillurnar á hilluna, eða láta þær vera í hillunum, en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis. Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar. Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar.
Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira