„Langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 13:01 Sara Rún með Íslandsmeistaratitilinn sem Keflavík vann í gær. skjáskot Sara Rún Hinriksdóttir sneri heim til Keflavíkur úr atvinnumennsku í janúar og endaði tímabilið sem tvöfaldur meistari. Hún var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Keflavík hampaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. „Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55
Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39