Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar skrifar 24. maí 2024 09:00 Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. Af þessu tilefni getum við undirritaðir ekki lengur orða bundist varðandi framtíðarskipulag sjúkraflutninga með þyrlu á Íslandi. Þyrlur hafa í marga áratugi verið sjálfsagður hluti bráðaþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða slysa, hér á landi sem og annarsstaðar. Í sumum tilfellum er engin leið að koma fólki til aðstoðar nema með þyrlu, til dæmis þegar um er að ræða sjómenn eða ferðamenn utan alfaraleiða. Í öðrum tilfellum snúast flutningar á þyrlu um að koma sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á staðinn á sem stystum tíma og sjúklingnum svo á hátæknisjúkrahús sem allra fyrst. Dæmi um sjúkdóma þar sem mínútur skipta máli eru til dæmis kransæðastífla, heilablóðfall eða alvarlegir áverkar vegna slysa. Á Íslandi hefur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands sinnt aðkallandi flutningum sjúklinga með þyrlu og við undirrituð erum læknar í þeirri sveit auk þess að starfa hjá Landspítala. Lengi hefur verið þyrlupallur við Landspítala í Fossvogi þar sem þyrla getur lent með sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eða eftir alvarleg slys. Þaðan er hægt að flytja sjúkling beint inn á bráðamóttöku sem tekur sjaldnast meira en 3-4 mínútur. Því miður er núverandi staða sú að Landspítali er líka til húsa við Hringbraut þar sem enginn þyrlupallur er til staðar. Á Landspítala við Hringbraut er veitt heilbrigðisþjónusta sem ekki er hægt að veita í Fossvogi, til dæmis eru þar gerðar bráðar kransæðaþræðingar vegna kransæðastíflu og þar er líka fæðingardeild sjúkrahússins. Vegna þess að ekki er þyrlupallur hjá Landspítala við Hringbraut hefur þurft að lenda þyrlunni á Reykjavíkurflugvelli og síðan flytja þá sjúklinga með sjúkrabíl á Landspítala við Hringbraut sem þangað þurfa að komast. Þetta veldur töf sem getur varðað líf og heilsu. Samkvæmt nýrri rannsókn á sjúkraflugi með þyrlu á Íslandi sem enn er óbirt tók það að miðgildi 28 mínútur fyrir sjúklinga með þekkta bráða kransæðastíflu að komast frá Reykjavíkurflugvelli og inn á kransæðaþræðingastofu Landspítala við Hringbraut til bráðrar meðferðar. Þessi töf er langt umfram það sem verkfræðingar nýja Landspítalans hafa áætlað vegna þessara flutninga. Ástæðan er væntanlega sú að það er ekki nóg að reikna tímann sem tekur að keyra þessa leið því ferlið hefur miklu fleiri og flóknari skref. Það þarf að flytja sjúklinginn út úr þyrlunni á sjúkrabörum þyrlunnar, síðan að koma honum í sjúkrabörur sjúkrabílsins, koma honum svo fyrir í sjúkrabíl og um leið að passa að allar lyfjadælur, hjartastuðtæki og skjáir fylgi með, passa að allar nálar og línur dragist ekki úr sjúklingnum við flutninginn og passa að missa um leið ekki sjónar á líðan sjúklingsins til að geta brugðist við. Svo þarf að keyra eins hratt og hægt er á sjúkrahúsið – án þess þó að hætta skapist innan eða utan sjúkrabílsins fyrir sjúkling, áhöfn eða vegfarendur. Þegar komið er á Landspítala þarf að endurtaka leikinn, flytja sjúklinginn aftur út úr sjúkrabíl með öll tæki og tól og koma honum á skurðarborðið á hjartaþræðingarstofunni. Allt þetta tekur tíma eins og rannsóknin sýnir. Árangurinn er sá að aðeins 16% sjúklinga sem fluttir eru með þyrlu vegna kransæðastíflu til Reykjavíkur frá suður- og vesturlandi ná inn á þræðingastofu til meðferðar innan 120 mínútna viðmiðunartíma. Nýtt þjóðarsjúkrahús Íslendinga þarf þyrlupall. Það dugar ekki að hafa hann áfram á óbreyttum stað eða að byggja nýjan þyrlupall fimmhundruð metra frá þeim sem fyrir er því vandinn verður bara leystur með því að losna við þessa auka flutninga með sjúkrabíl. Ísland er strjálbýlasta land í Evrópu og við eigum aðeins eitt fjölgreina hátæknisjúkrahús. Við stöndum nágrannaþjóðum langt að baki þegar kemur að flutningstíma sjúklinga á sjúkrahús, meðal flutningstímar sjúklinga á Íslandi með þyrlu eru nú þegar til dæmis tvöfalt lengri en sambærilegir flutningar í Noregi. Ef ekki verður þyrlupallur við sjúkrahúsið lengist sá tími til muna. Það að sleppa því að hafa þyrlupall við það sjúkrahús sem verður þjóðarsjúkrahús Íslendinga næstu áratugi væri skelfileg ákvörðun og í raun með öllu óhugsandi, líf og heilsa þeirra einstaklinga sem fyrir verða er í húfi. Stjórn nýs Landspítala og stjórnvöld landsins bera hér ábyrgð og við trúum því ekki að þetta verði látið viðgangast, við trúum því ekki að mannslífum verði fórnað á þennan hátt. Undirrituð eru læknar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Ármann Jónsson Bergur Stefánsson Birkir Örn Hlynsson Jón Ragnar Jónsson Mikael Smári Mikaelsson Rosemary Lea Jones Sigurður Benediktsson Sigurjón Örn Stefánsson Viðar Magnússon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. Af þessu tilefni getum við undirritaðir ekki lengur orða bundist varðandi framtíðarskipulag sjúkraflutninga með þyrlu á Íslandi. Þyrlur hafa í marga áratugi verið sjálfsagður hluti bráðaþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða slysa, hér á landi sem og annarsstaðar. Í sumum tilfellum er engin leið að koma fólki til aðstoðar nema með þyrlu, til dæmis þegar um er að ræða sjómenn eða ferðamenn utan alfaraleiða. Í öðrum tilfellum snúast flutningar á þyrlu um að koma sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á staðinn á sem stystum tíma og sjúklingnum svo á hátæknisjúkrahús sem allra fyrst. Dæmi um sjúkdóma þar sem mínútur skipta máli eru til dæmis kransæðastífla, heilablóðfall eða alvarlegir áverkar vegna slysa. Á Íslandi hefur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands sinnt aðkallandi flutningum sjúklinga með þyrlu og við undirrituð erum læknar í þeirri sveit auk þess að starfa hjá Landspítala. Lengi hefur verið þyrlupallur við Landspítala í Fossvogi þar sem þyrla getur lent með sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eða eftir alvarleg slys. Þaðan er hægt að flytja sjúkling beint inn á bráðamóttöku sem tekur sjaldnast meira en 3-4 mínútur. Því miður er núverandi staða sú að Landspítali er líka til húsa við Hringbraut þar sem enginn þyrlupallur er til staðar. Á Landspítala við Hringbraut er veitt heilbrigðisþjónusta sem ekki er hægt að veita í Fossvogi, til dæmis eru þar gerðar bráðar kransæðaþræðingar vegna kransæðastíflu og þar er líka fæðingardeild sjúkrahússins. Vegna þess að ekki er þyrlupallur hjá Landspítala við Hringbraut hefur þurft að lenda þyrlunni á Reykjavíkurflugvelli og síðan flytja þá sjúklinga með sjúkrabíl á Landspítala við Hringbraut sem þangað þurfa að komast. Þetta veldur töf sem getur varðað líf og heilsu. Samkvæmt nýrri rannsókn á sjúkraflugi með þyrlu á Íslandi sem enn er óbirt tók það að miðgildi 28 mínútur fyrir sjúklinga með þekkta bráða kransæðastíflu að komast frá Reykjavíkurflugvelli og inn á kransæðaþræðingastofu Landspítala við Hringbraut til bráðrar meðferðar. Þessi töf er langt umfram það sem verkfræðingar nýja Landspítalans hafa áætlað vegna þessara flutninga. Ástæðan er væntanlega sú að það er ekki nóg að reikna tímann sem tekur að keyra þessa leið því ferlið hefur miklu fleiri og flóknari skref. Það þarf að flytja sjúklinginn út úr þyrlunni á sjúkrabörum þyrlunnar, síðan að koma honum í sjúkrabörur sjúkrabílsins, koma honum svo fyrir í sjúkrabíl og um leið að passa að allar lyfjadælur, hjartastuðtæki og skjáir fylgi með, passa að allar nálar og línur dragist ekki úr sjúklingnum við flutninginn og passa að missa um leið ekki sjónar á líðan sjúklingsins til að geta brugðist við. Svo þarf að keyra eins hratt og hægt er á sjúkrahúsið – án þess þó að hætta skapist innan eða utan sjúkrabílsins fyrir sjúkling, áhöfn eða vegfarendur. Þegar komið er á Landspítala þarf að endurtaka leikinn, flytja sjúklinginn aftur út úr sjúkrabíl með öll tæki og tól og koma honum á skurðarborðið á hjartaþræðingarstofunni. Allt þetta tekur tíma eins og rannsóknin sýnir. Árangurinn er sá að aðeins 16% sjúklinga sem fluttir eru með þyrlu vegna kransæðastíflu til Reykjavíkur frá suður- og vesturlandi ná inn á þræðingastofu til meðferðar innan 120 mínútna viðmiðunartíma. Nýtt þjóðarsjúkrahús Íslendinga þarf þyrlupall. Það dugar ekki að hafa hann áfram á óbreyttum stað eða að byggja nýjan þyrlupall fimmhundruð metra frá þeim sem fyrir er því vandinn verður bara leystur með því að losna við þessa auka flutninga með sjúkrabíl. Ísland er strjálbýlasta land í Evrópu og við eigum aðeins eitt fjölgreina hátæknisjúkrahús. Við stöndum nágrannaþjóðum langt að baki þegar kemur að flutningstíma sjúklinga á sjúkrahús, meðal flutningstímar sjúklinga á Íslandi með þyrlu eru nú þegar til dæmis tvöfalt lengri en sambærilegir flutningar í Noregi. Ef ekki verður þyrlupallur við sjúkrahúsið lengist sá tími til muna. Það að sleppa því að hafa þyrlupall við það sjúkrahús sem verður þjóðarsjúkrahús Íslendinga næstu áratugi væri skelfileg ákvörðun og í raun með öllu óhugsandi, líf og heilsa þeirra einstaklinga sem fyrir verða er í húfi. Stjórn nýs Landspítala og stjórnvöld landsins bera hér ábyrgð og við trúum því ekki að þetta verði látið viðgangast, við trúum því ekki að mannslífum verði fórnað á þennan hátt. Undirrituð eru læknar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Ármann Jónsson Bergur Stefánsson Birkir Örn Hlynsson Jón Ragnar Jónsson Mikael Smári Mikaelsson Rosemary Lea Jones Sigurður Benediktsson Sigurjón Örn Stefánsson Viðar Magnússon
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar