Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 14:12 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar. RNSA Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi. Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi.
Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum