Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 24. maí 2024 12:16 Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun