Sport

Dag­skráin í dag: Bikarúrslitaleikur á Wembley og Bestu deildirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland með enska bikarinn sem Manchester City vann í fyrra.
Erling Haaland með enska bikarinn sem Manchester City vann í fyrra. Vísir/Getty

Manchester liðin City og United spila um titil í dag þegar þau mætast í bikarúrslitaleiknum á Wembley en það er líka spilað í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta.

Manchester City og Manchester United mætast í úrslitaleiknum annað árið í röð en í fyrra hafði City betur. City getur orðið fyrsta liðið til að vinna tvöfalt tvö ár í röð.

Besta deild karla og Besta deild kvenna verða líka með leiki í beinni en þar á meðal er stórleikur Vals og FH í Bestu deild karla í kvöld.

Formúlan, NBA-deildin í körfubolta, hafnabolti, píla og ítalski fótboltinn verða líka í beinni á sportstöðvunum í dag.

Það er því að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dagskrána.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik KR og Vestra í Bestu deild karla í fótbolta.

Klukkan 19.00 hefst útsending frá leik Vals og FH í Bestu deild karla í fótbolta. Eftir leikinn, klukkan 21.15, munu síðan Ísey tilþrifin gera upp leiki dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.50 hefst útsending frá bikarúrslitaleik Manchester City og Manchester United á Wembley. Upphitun fyrir leikinn byrjar klukkan 13.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás.

Klukkan 18.35 hefst útsending frá leik AC Milan og Salernitana í Seríu A.

Eftir miðnætti, nánar klukkan 00.30, er þriðji leikur Indiana Pacers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA á dagskrá. Boston er 2-0 yfir eftir tvo sigra á heimavelli sínum.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 hefst útsending frá leik Juventus og Monza í Seríu A.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Þróttar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Bestu deildar rás 1

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik FH og Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 08.40 er sprettkeppni formúlu 3 á dagskrá. Hún fer fram í Mónakó þar sem Formúlu 1 keppni helgarinnar fer fram.

Klukkan 10.25 er æfing dagsins í formúlu 1 á dagskrá.

Klukkan 12.10 er sprettkeppni formúlu 2 á dagskrá.

Klukkan 13.30 er tímataka fyrir formúlu 1 í Mónakó 2 á dagskrá.

Klukkan 16.55 er komið að Evrópumótaröðinni í pílu.

Klukkan 23.00 er svo sýnt beint frá leik Los Angeles Dodgers og Cincinnati Reds í MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×