Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 14:07 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum