Þetta staðfestir Maron Pétursson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, í samtali við fréttastofu, en Mbl greindi fyrst frá leitinni.
Frá slökkviliðinu á Akureyri eru tveir sjúkrabílar að sögn Marons, en björgunarsveitir koma einnig að leitinni og þá hefur verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Maron segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt.