Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2024 11:21 Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða.
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42