Óskað eftir forseta sem færir ungu fólki völd Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 31. maí 2024 17:01 Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið. Minni kosningaþátttaka ungs fólks Kosningaþátttaka okkar unga fólksins hefur því miður verið almennt minni en hjá öðrum aldurshópum sem skapar lýðræðishalla á milli kynslóða. Við höfum síður verið að skila okkur á kjörstað en ég á bágt með að trúa að við viljum vera sú kynslóð sem kýs ekki eða tekur ekki lýðræðislegan þátt til að hafa áhrif á okkar dýrmæta samfélag. Það er því áhyggjuefni að ungt fólk sé ólíklegra til þess að skila sér ekki á kjörstað sem gerir það að verkum að bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræði er ógnað. Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur lengi, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir verkefninu og átakinu #ÉgKýs en í því felst að efla lýðræðisvitund hjá ungu fólki, hvetja þau til að taka upplýsta ákvörðun, mæta á kjörstað og kjósa til þess að koma í veg fyrir að alvarlegur lýðræðishalli myndist á milli kynslóða. Rödd okkar unga fólksins verður að heyrast LUF óskar hér með formlega eftir forseta sem færir ungu fólki völd. Ungt fólk leitar eftir forseta sem horfir til samstarfs og samtals við ungt fólk. Það er ungu fólki nauðsynlegt að raddir þeirra fái að heyrast og að sá sem mun taka við embætti forseta Íslands láti sig hagsmuni komandi kynslóða varða og sé sameiningartákn allra. Lýðræði krefst raunverulegs samráðs við ungt fólk og það er eðlileg krafa að hagsmunir ungs fólks endurspeglist í lýðræðislegum kosningum. Kynnum okkur frambjóðendur og mætum á kjörstað Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk taki upplýsta ákvörðun og mæti á kjörstað. Það skiptir máli að við nýtum þá rödd sem við höfum, okkar kosningarétt og kjósum. Við þurfum að mæta og kjósa til að hafa áhrif. Látum tækifærið ekki framhjá okkur fara, hvert atkvæði skiptir máli. Ekki sitja heima á morgun, skellum okkur frekar í fínu fötin, tökum þátt í lýðræðinu og höfum áhrif! Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga og lýðræðis- og samskiptafulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið. Minni kosningaþátttaka ungs fólks Kosningaþátttaka okkar unga fólksins hefur því miður verið almennt minni en hjá öðrum aldurshópum sem skapar lýðræðishalla á milli kynslóða. Við höfum síður verið að skila okkur á kjörstað en ég á bágt með að trúa að við viljum vera sú kynslóð sem kýs ekki eða tekur ekki lýðræðislegan þátt til að hafa áhrif á okkar dýrmæta samfélag. Það er því áhyggjuefni að ungt fólk sé ólíklegra til þess að skila sér ekki á kjörstað sem gerir það að verkum að bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræði er ógnað. Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur lengi, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir verkefninu og átakinu #ÉgKýs en í því felst að efla lýðræðisvitund hjá ungu fólki, hvetja þau til að taka upplýsta ákvörðun, mæta á kjörstað og kjósa til þess að koma í veg fyrir að alvarlegur lýðræðishalli myndist á milli kynslóða. Rödd okkar unga fólksins verður að heyrast LUF óskar hér með formlega eftir forseta sem færir ungu fólki völd. Ungt fólk leitar eftir forseta sem horfir til samstarfs og samtals við ungt fólk. Það er ungu fólki nauðsynlegt að raddir þeirra fái að heyrast og að sá sem mun taka við embætti forseta Íslands láti sig hagsmuni komandi kynslóða varða og sé sameiningartákn allra. Lýðræði krefst raunverulegs samráðs við ungt fólk og það er eðlileg krafa að hagsmunir ungs fólks endurspeglist í lýðræðislegum kosningum. Kynnum okkur frambjóðendur og mætum á kjörstað Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk taki upplýsta ákvörðun og mæti á kjörstað. Það skiptir máli að við nýtum þá rödd sem við höfum, okkar kosningarétt og kjósum. Við þurfum að mæta og kjósa til að hafa áhrif. Látum tækifærið ekki framhjá okkur fara, hvert atkvæði skiptir máli. Ekki sitja heima á morgun, skellum okkur frekar í fínu fötin, tökum þátt í lýðræðinu og höfum áhrif! Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga og lýðræðis- og samskiptafulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun