Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:45 Mótmælendur sem fengu piparúða í andlit skola augu með mjólk. Vísir/Elín Margrét Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. Ein þeirra sem fékk yfir sig mikinn piparúða er Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína, sem segist hafa ætlað að aðstoða vin sinn sem var á grúfu í götunni þegar lögreglumenn gerðu sig líklega til að beita á hann piparúða. Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-PalestínaVísir/Ívar Fannar „Ég sé þetta gerast, og ósjálfrátt færi mig þarna nær og ætla einhvern veginn að ganga í milli, þegar ég er komin þarna að þá hrindir lögreglumaðurinn mér í jörðina og þegar ég er að reyna að standa upp, þá fæ ég bara gusu yfir mig,“ segir Lukka. „Þeir sprautuðu svo miklu og yfir svo marga. Þetta var 100% friðsamlegt en lögreglan sýndi bara af sér einbeittan brotavilja.“ Félagið Ísland-Palestína sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem félagið „fordæmir það lögregluofbeldi sem friðsamir mótmælendur urðu fyrir í morgun fyrir utan ríkisstjórnarfund í Skuggasundi.” Lukka var ein þeirra sem leitaði á slysadeild með bruna í andliti eftir piparúða. „Þar var tekið vel á móti okkur, nema hvað, það kom mér á óvart að bæði hjúkrunarfræðingurinn sem tók á móti mér og læknirinn sem sáu mig vissu ekki hvað ætti að gera. Þau þurftu bæði að fara fram og „googla“ hvernig maður meðhöndlar svona áverka,“ segir Lukka. „Sem er svolítið galið, að lögregluembættið sé a nota úða í svona miklum mæli og að heilbrigðiskerfið kunni ekki að díla við það,“ bætir hún við. Þau hafi verið tvö úr hópi mótmælenda sem fóru á slysadeild en ætlar að um tuttugu til þrjátíu í heildina hafi fengið yfir sig piparúða. Kom til greina að beita handtöku Lögregla segir mótmælin þau harkalegustu í lengri tíma. „Þetta eru hörðustu mótmælin sem við höfum átt hérna seinustu árin,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann er ekki sammála því að lögregla hafi gengið of hart fram. „Nei alls ekki. Við gáfum fólki fyrirmæli og það er liðinn góður tími þar til við beittum piparúðanum þannig fólk hafði nægan tíma til að bregðast við, hlýða fyrirmælum og fara í burtu,“ segir Kristján Helgi. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Ívar Fannar Þannig það stendur ekki til að skoða búkmyndavélar eða slíkt til að athuga hvort öllu hafi verið rétt framfylgt? „Jú algjörlega. Við munum skoða þetta allt saman og væntanlega senda þetta allt á NEL [Nefnd um eftirlit með lögreglu] sem mun skoða þetta mál. Þannig þetta er ekkert sem við erum að reyna að fela,“ svarar Kristján Helgi. Aðspurður segir hann að það hefði vel getað komið til greina að beita handtökum. „Við hefðum getað handtekið nokkra aðila þarna sem létu þannig og hlýddu engum fyrirmælum okkar. Alveg klárlega. En við þessar aðstæður þar sem við erum tiltölulega fáir lögreglumenn á móti stórum hópi fólks þá verðum við bara að meta aðstæður, hvað ráðum við við að gera,“ segir Kristján Helgi. Markmiðið hafi verið að koma ráðherrum örugglega að og af ríkisstjórnarfundinum. „Ef við hefðum farið í handtökur þá hefði það kostað okkur aukinn mannafla þannig að þetta var það sem við gerðum í dag.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ein þeirra sem fékk yfir sig mikinn piparúða er Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína, sem segist hafa ætlað að aðstoða vin sinn sem var á grúfu í götunni þegar lögreglumenn gerðu sig líklega til að beita á hann piparúða. Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-PalestínaVísir/Ívar Fannar „Ég sé þetta gerast, og ósjálfrátt færi mig þarna nær og ætla einhvern veginn að ganga í milli, þegar ég er komin þarna að þá hrindir lögreglumaðurinn mér í jörðina og þegar ég er að reyna að standa upp, þá fæ ég bara gusu yfir mig,“ segir Lukka. „Þeir sprautuðu svo miklu og yfir svo marga. Þetta var 100% friðsamlegt en lögreglan sýndi bara af sér einbeittan brotavilja.“ Félagið Ísland-Palestína sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem félagið „fordæmir það lögregluofbeldi sem friðsamir mótmælendur urðu fyrir í morgun fyrir utan ríkisstjórnarfund í Skuggasundi.” Lukka var ein þeirra sem leitaði á slysadeild með bruna í andliti eftir piparúða. „Þar var tekið vel á móti okkur, nema hvað, það kom mér á óvart að bæði hjúkrunarfræðingurinn sem tók á móti mér og læknirinn sem sáu mig vissu ekki hvað ætti að gera. Þau þurftu bæði að fara fram og „googla“ hvernig maður meðhöndlar svona áverka,“ segir Lukka. „Sem er svolítið galið, að lögregluembættið sé a nota úða í svona miklum mæli og að heilbrigðiskerfið kunni ekki að díla við það,“ bætir hún við. Þau hafi verið tvö úr hópi mótmælenda sem fóru á slysadeild en ætlar að um tuttugu til þrjátíu í heildina hafi fengið yfir sig piparúða. Kom til greina að beita handtöku Lögregla segir mótmælin þau harkalegustu í lengri tíma. „Þetta eru hörðustu mótmælin sem við höfum átt hérna seinustu árin,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann er ekki sammála því að lögregla hafi gengið of hart fram. „Nei alls ekki. Við gáfum fólki fyrirmæli og það er liðinn góður tími þar til við beittum piparúðanum þannig fólk hafði nægan tíma til að bregðast við, hlýða fyrirmælum og fara í burtu,“ segir Kristján Helgi. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Ívar Fannar Þannig það stendur ekki til að skoða búkmyndavélar eða slíkt til að athuga hvort öllu hafi verið rétt framfylgt? „Jú algjörlega. Við munum skoða þetta allt saman og væntanlega senda þetta allt á NEL [Nefnd um eftirlit með lögreglu] sem mun skoða þetta mál. Þannig þetta er ekkert sem við erum að reyna að fela,“ svarar Kristján Helgi. Aðspurður segir hann að það hefði vel getað komið til greina að beita handtökum. „Við hefðum getað handtekið nokkra aðila þarna sem létu þannig og hlýddu engum fyrirmælum okkar. Alveg klárlega. En við þessar aðstæður þar sem við erum tiltölulega fáir lögreglumenn á móti stórum hópi fólks þá verðum við bara að meta aðstæður, hvað ráðum við við að gera,“ segir Kristján Helgi. Markmiðið hafi verið að koma ráðherrum örugglega að og af ríkisstjórnarfundinum. „Ef við hefðum farið í handtökur þá hefði það kostað okkur aukinn mannafla þannig að þetta var það sem við gerðum í dag.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira