Slakur árangur og samskiptaleysi ástæðan fyrir brottvikningu Brynjars Björns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2024 22:30 Brynjar Björn er ekki lengur þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvikningar þjálfarans Brynjars Björns Gunnarssonar. Grindvíkingar segja að slakur árangur og samskiptaleysi sé ástæðan fyrir brottvikningunni. Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira