Munurinn á meðgöngu- og fæðingarsjúkdómum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi. Árið 1997 voru gerðar lagabreytingar, annars vegar á lögum um fæðingarorlof og hins vegar á lögum um almannatryggingar, sem miðuðu að því að rýmka réttinn til fæðingarorlofs. Meðal breytinga á síðarnefndu lögunum má nefna að aukið framlag fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga, vegna alvarlegs sjúkleika barns og vegna alvarlegra veikinda móður „eftir fæðingu“. „Í frumvarpinu er nýmæli um heimild til lengingar fæðingarorlofs um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eftir fæðingu. Tilgangur ákvæðisins er að bæta móður og barni upp þann tíma sem þau geta ekki verið í samvistum á fæðingarorlofstíma vegna alvarlegra veikinda móður,“ sagði Framsóknarkonan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. „Annað sem mig langar til að nefna, og sé að er ekki er tekið á í þessu frumvarpi, þó svo að tekið sé á mörgum hlutum, er réttur mæðra sem eru veikar eftir fæðingu. Það er ekki rétturinn til þess að lengja fæðingarorlofið vegna veikinda, er það svo? Ef svo er þá fagna ég því. Eins og lögin eru í dag þá er það svo að móðir sem hefur e.t.v. gengið í gegnum mjög erfiða fæðingu og hefur þess vegna jafnvel verið lengi frá vinnu, hefur ekki átt rétt á lengingu fæðingarorlofs og hefur þurft að taka sjúkradagpeninga,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í umræðum um málið, skömmu áður en hún áttaði sig á því síðar í ræðunni að mælt væri fyrir um þennan rétt. Framsókn gefur og Framsókn tekur Næst dregur til tíðinda um aldamótin, þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum, félagsmálaráðherra Framsóknarflokks, mælti fyrir nýjum heildarlögum um fæðingarlof. Þar var til að mynda sú jákvæða breyting gerð að feður fengu rétt til fæðingarorlofs, en það var óþekkt fram að því. Í nýju lögunum mátti finna aðra breytingu, sem fljótt á litið lét ekki mikið yfir sér. Fyrrnefndar greinar almannatryggingalaganna voru færðar inn í hinn nýja lagabálk, að mestu óbreyttar, og nú heimilt að framlengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk um allt að tvo mánuði „vegna alvarlegra veikinda [móður] í tengslum við fæðingu“. Í greinargerð frumvarpsins var þess ekki getið að um sérstaka stefnubreytingu væri að ræða. Í daglegu tali kann munurinn á „alvarlegum veikindum eftir fæðingu“ og „alvarlegum veikindum vegna fæðingar“ að virðast lítill, en í augum lögfræðinnar er allur munur þar á. Afleiðing breytingarinnar, í það minnsta í meðferð Fæðingarorlofssjóðs og úrskurðarnefndar velferðarmála, er sú að umrætt ákvæði dekkar aðeins veikindi og sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til þess sem gerist frá upphafi fæðingar og loka hennar. Mæður sem veikjast vegna meðgöngunnar, t.a.m. af heiftarlegri grindargliðnun eða alvarlegri meðgöngueitrun, og læknast ekki við það eitt að fæða barnið, þær eiga engan rétt. Árið 2020, þegar ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett, hefði verið dauðafæri fyrir Ásmund Einar Daðason, þá félags- og barnamálaráðherra fyrir Framsókn, að vinda ofan af vitleysunni. Því fer hins vegar fjarri, þess í stað var bætt í og skorið úr um að rétturinn stofnist aðeins vegna „alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við fæðinguna enda verði veikindin rakin til fæðingarinnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi sínu“. Líkt og úrskurðarnefnd velferðarmála orðaði það, fæðingarsjúkdómar skapa rétt, meðgöngusjúkdómar ekki. Þingheimi auðnaðist ekki að reka augun í breytinguna, enda ekki um stórkostlega breytingu að ræða samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Réttarbót fámenns hóps þrengd yfir árin Dóttir mín og móðir hennar verða því að bíta í það súra epli að veikindi móður hennar, sem hófust viku fyrir fæðingu, rekja má með beinum hætti til þungunarinnar og sjötnuðu ekki fyrr en mánuði eftir fæðingu, þar af inniliggjandi á sjúkrahúsi í tæplega tvær vikur eftir fæðingu, dragist af almenna fæðingarorlofinu. Nema svo ósennilega vilji til að æðra sett úrskurðarstjórnvald telji forsögu og markmið ákvæðisins trompa aulalegt orðalagið. Þangað til niðurstaða liggur fyrir væri klókt ef einhver þing- eða ráðamaður, mögulega úr Framsóknarflokknum enn á ný, myndi útskýra, fyrir okkur dauðlega fólkinu, hvaða rök búa að baki því að meðgöngusjúkdóma skuli ekki telja til „veikinda foreldris í tengslum við fæðingu barns“. Ef engin slík rök finnast væri ekki úr vegi að stökkva til og lagfæra þetta klúður fyrir þau sem á eftir koma. „Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum réttarbótum vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Hér er ekki um að ræða mjög stóran hóp en engu að síður mikilvæga réttarbót fyrir þá sem ákvæðin eiga við,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir í niðurlagi framsöguræðu sinnar þann 21. mars 1997. Það er vel við hæfi að gera þau að niðurlagi þessarar greinar. Höfundur er í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóhann Óli Eiðsson Fæðingarorlof Heilbrigðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi. Árið 1997 voru gerðar lagabreytingar, annars vegar á lögum um fæðingarorlof og hins vegar á lögum um almannatryggingar, sem miðuðu að því að rýmka réttinn til fæðingarorlofs. Meðal breytinga á síðarnefndu lögunum má nefna að aukið framlag fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga, vegna alvarlegs sjúkleika barns og vegna alvarlegra veikinda móður „eftir fæðingu“. „Í frumvarpinu er nýmæli um heimild til lengingar fæðingarorlofs um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eftir fæðingu. Tilgangur ákvæðisins er að bæta móður og barni upp þann tíma sem þau geta ekki verið í samvistum á fæðingarorlofstíma vegna alvarlegra veikinda móður,“ sagði Framsóknarkonan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. „Annað sem mig langar til að nefna, og sé að er ekki er tekið á í þessu frumvarpi, þó svo að tekið sé á mörgum hlutum, er réttur mæðra sem eru veikar eftir fæðingu. Það er ekki rétturinn til þess að lengja fæðingarorlofið vegna veikinda, er það svo? Ef svo er þá fagna ég því. Eins og lögin eru í dag þá er það svo að móðir sem hefur e.t.v. gengið í gegnum mjög erfiða fæðingu og hefur þess vegna jafnvel verið lengi frá vinnu, hefur ekki átt rétt á lengingu fæðingarorlofs og hefur þurft að taka sjúkradagpeninga,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í umræðum um málið, skömmu áður en hún áttaði sig á því síðar í ræðunni að mælt væri fyrir um þennan rétt. Framsókn gefur og Framsókn tekur Næst dregur til tíðinda um aldamótin, þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum, félagsmálaráðherra Framsóknarflokks, mælti fyrir nýjum heildarlögum um fæðingarlof. Þar var til að mynda sú jákvæða breyting gerð að feður fengu rétt til fæðingarorlofs, en það var óþekkt fram að því. Í nýju lögunum mátti finna aðra breytingu, sem fljótt á litið lét ekki mikið yfir sér. Fyrrnefndar greinar almannatryggingalaganna voru færðar inn í hinn nýja lagabálk, að mestu óbreyttar, og nú heimilt að framlengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk um allt að tvo mánuði „vegna alvarlegra veikinda [móður] í tengslum við fæðingu“. Í greinargerð frumvarpsins var þess ekki getið að um sérstaka stefnubreytingu væri að ræða. Í daglegu tali kann munurinn á „alvarlegum veikindum eftir fæðingu“ og „alvarlegum veikindum vegna fæðingar“ að virðast lítill, en í augum lögfræðinnar er allur munur þar á. Afleiðing breytingarinnar, í það minnsta í meðferð Fæðingarorlofssjóðs og úrskurðarnefndar velferðarmála, er sú að umrætt ákvæði dekkar aðeins veikindi og sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til þess sem gerist frá upphafi fæðingar og loka hennar. Mæður sem veikjast vegna meðgöngunnar, t.a.m. af heiftarlegri grindargliðnun eða alvarlegri meðgöngueitrun, og læknast ekki við það eitt að fæða barnið, þær eiga engan rétt. Árið 2020, þegar ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett, hefði verið dauðafæri fyrir Ásmund Einar Daðason, þá félags- og barnamálaráðherra fyrir Framsókn, að vinda ofan af vitleysunni. Því fer hins vegar fjarri, þess í stað var bætt í og skorið úr um að rétturinn stofnist aðeins vegna „alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við fæðinguna enda verði veikindin rakin til fæðingarinnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi sínu“. Líkt og úrskurðarnefnd velferðarmála orðaði það, fæðingarsjúkdómar skapa rétt, meðgöngusjúkdómar ekki. Þingheimi auðnaðist ekki að reka augun í breytinguna, enda ekki um stórkostlega breytingu að ræða samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Réttarbót fámenns hóps þrengd yfir árin Dóttir mín og móðir hennar verða því að bíta í það súra epli að veikindi móður hennar, sem hófust viku fyrir fæðingu, rekja má með beinum hætti til þungunarinnar og sjötnuðu ekki fyrr en mánuði eftir fæðingu, þar af inniliggjandi á sjúkrahúsi í tæplega tvær vikur eftir fæðingu, dragist af almenna fæðingarorlofinu. Nema svo ósennilega vilji til að æðra sett úrskurðarstjórnvald telji forsögu og markmið ákvæðisins trompa aulalegt orðalagið. Þangað til niðurstaða liggur fyrir væri klókt ef einhver þing- eða ráðamaður, mögulega úr Framsóknarflokknum enn á ný, myndi útskýra, fyrir okkur dauðlega fólkinu, hvaða rök búa að baki því að meðgöngusjúkdóma skuli ekki telja til „veikinda foreldris í tengslum við fæðingu barns“. Ef engin slík rök finnast væri ekki úr vegi að stökkva til og lagfæra þetta klúður fyrir þau sem á eftir koma. „Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum réttarbótum vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Hér er ekki um að ræða mjög stóran hóp en engu að síður mikilvæga réttarbót fyrir þá sem ákvæðin eiga við,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir í niðurlagi framsöguræðu sinnar þann 21. mars 1997. Það er vel við hæfi að gera þau að niðurlagi þessarar greinar. Höfundur er í fæðingarorlofi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar