Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu Telma Sigtryggsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:00 Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun