Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2024 08:34 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á blaðamannafundi klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum hér á Vísi. Vísir/Vilhelm Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist og fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafi ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi sé töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hafi farið vaxandi. „Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk,“ segir í yfirlýsingunni. Teikn á lofti Nefndin telur teikn vera á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa auki líkur á greiðsluerfiðleikum. „Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist og fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafi ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi sé töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hafi farið vaxandi. „Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk,“ segir í yfirlýsingunni. Teikn á lofti Nefndin telur teikn vera á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa auki líkur á greiðsluerfiðleikum. „Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira