Varar við þenslu á byggingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en á meðan sé byggingageirinn í örum vexti. Það geti reynst hættulegt fyrir geirann í slíku ástandi. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira