Þegar réttindin þín eru tekin í burtu af stjórnvöldum Jón Frímann Jónsson skrifar 5. júní 2024 23:01 Þessa dagana er Alþingi íslendinga á fullu að fjarlægja þau fáu réttindi sem flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum hafa. Þessar lagabreytingar eru allar saman, með tölum og lagagreinum andstæðar þeim alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur skrifað undir, sáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og gætu jafnvel jaðrað á við mannréttindabrot á þeirri stærðargráðu að Mannréttindadómstóll Evrópu verður að taka mála málið og mun örugglega gera það á endanum einn daginn. Hvort að stjórnvöld sem eru að fjarlægja réttindi fólks fara eftir slíkum dómi er ekki sjálfgefið og sagan sýnir, að slík stjórnvöld fara ekki eftir slíkum dómum. Þessi áróður sem hefur verið rekinn af sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum, miðflokknum, flokki fólksins og studdur rækilega af vinstri grænum og einnig samfylkingunni síðustu mánuði er og verður til ævarandi skammar fyrir þessa stjórnmálaflokka og alla þá sem standa á bak við þessa stjórnmálaflokka. Þetta verður skömm þessa fólks löngu eftir að það komið í varanlega búsetu upp í kirkjugarð og öll önnur verk þess verða löngu gleymd íslendingum. Þessi skömm mun lifa áfram í margar kynslóðir. Það er í þessari umræðu mikið vísað til lagalegra breytinga á hinum Norðurlöndunum. Það sem er ekki nefnt í þessari umræðu er að þessum lagalegu breytingum var komið í gegn af stjórnmálaflokkum sem stunda ekkert annað en hreinan fasisma og síðan stórfelldar lygar gegn flóttamönnum. Staðan er orðin einstaklinga slæm í Danmörku og Svíþjóð að þessu leiti. Það er samt farið að rofa til í þessum ríkjum, þar sem skaðsemi þessara fasista stjórnmálaflokka er ekki bara takmörkuð við flóttamenn. Enda eru allir þar inn vanhæfni, glæpamenn eða allt saman í einhverri blöndunni. Það er einnig ófrávíkjanleg regla í þessu að þegar fasistaflokkanir eru búnir að fjarlægja fyrsta óvininn. Þá kemur bara að þeim næsta. Næsti óvinurinn á Íslandi og víðar er almenningur. Þetta byrjar á einhverju smáu, einhverju sem einhver skrifaði eða sagði. Smáatriðin skipta ekki máli hérna. Eitthvað, einhversstaðar verður alveg óþolandi fyrir einhvern stjórnmálaflokkinn sem er á Alþingi. Þá helst að umræddur stjórnmálaflokkur sé í ríkisstjórn, þannig er hægt að koma málinu í gegn hratt og örugglega á Íslandi án nokkurar eða lítillar umræðu. Síðan eykst þetta bara, fleiri réttindi eru tekinn af almenningi á Íslandi, hægt en örugglega, atvik eru fundin upp til þess að réttlæta lagabreytingar, stjórnarskrárbreytingar, aukin völd lögreglu og þannig heldur það áfram og áfram. Þangað til Íslendingar uppgötva einn daginn að þeir búa í fangelsi án rimla og geta sig hvorki hreyft eða tjáð sig án þess að enda í fangelsi eða eitthvað þaðan af verra. Þetta er nefnilega nákvæmlega það sem gerðist þegar réttindi voru og eru núna tekin af flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum. Það er er engin breyting á þessum skrefum á þeim lagabreytingum sem er núna verið að ýta í gegn þessum flóttamönnum. Nema að þetta flóttafólk getur ekki varist gegn þessum lagabreytingum. Íslendingar geta mótmælt, ennþá en aukin vopnavæðing lögreglunnar á Íslandi er kominn á fullt og það er nákvæmlega engin tilviljun að svo sé og hafi verið samþykkt af dómsmálaráðherra sem er augljóslega ekki í lagi sem manneskja. Staðreyndin er sú að ef lýðræðið tapast. Þá er ekki einfalt að koma því aftur á og Ísland er smáþjóð, það sem er verra. Ísland er afskekkt smáþjóð sem skiptir fáa máli á alþjóðlega sviðinu og hefur í reynd, alltaf skipt litlu máli í sögu heimsins. Það er verið að veikja lýðræði á Íslandi hægt en örugglega með því að fjarlægja réttindi flóttafólks sem kemur til Íslands á eigin vegum með hræðsluáróðri og lygum. Íslendingar, eins og svo margar þjóðir í Evrópu hafa núna val. Það er áframhaldandi lýðræði, ásamt því að taka á móti flóttafólki eða taka upp alræði og afnám lýðræðis. Alræðisstjórnvöld eru í heildina, allar jafn slæmar, allar jafn gjörspilltar og munu á endanum hrynja með braki og hruni þjóða sem eru marga áratugi að jafna sig. Sumar þjóðir hafa haft algjör alræði í meira en 90 ár núna og það er enginn endi í sjón á alræðinu og kúgunni hjá þessum þjóðum. Tilvera Íslands er ekki lögmál. Heldur löng atburðarás sem á uppruna sinn í stjórnmálum Danmerkur um miðja 17 öldina. Ásamt öðrum flækjum, stríðum og sáttmálum og samningum þangað til Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. Júní 1945. Það sama á við um lýðræði á Íslandi. Bæði eða annað getur horfið ef ekki er passað upp á það. Eitt af því sem þarf að passa og berjast gegn er uppgangur öfga-hægri afla sem vilja ekkert meira en eyða lýðræði og frelsi fólks og hola lýðræðið að innan eins og er að gerast í mörgum lýðræðisríkjum heimsins núna í dag. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er Alþingi íslendinga á fullu að fjarlægja þau fáu réttindi sem flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum hafa. Þessar lagabreytingar eru allar saman, með tölum og lagagreinum andstæðar þeim alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur skrifað undir, sáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og gætu jafnvel jaðrað á við mannréttindabrot á þeirri stærðargráðu að Mannréttindadómstóll Evrópu verður að taka mála málið og mun örugglega gera það á endanum einn daginn. Hvort að stjórnvöld sem eru að fjarlægja réttindi fólks fara eftir slíkum dómi er ekki sjálfgefið og sagan sýnir, að slík stjórnvöld fara ekki eftir slíkum dómum. Þessi áróður sem hefur verið rekinn af sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum, miðflokknum, flokki fólksins og studdur rækilega af vinstri grænum og einnig samfylkingunni síðustu mánuði er og verður til ævarandi skammar fyrir þessa stjórnmálaflokka og alla þá sem standa á bak við þessa stjórnmálaflokka. Þetta verður skömm þessa fólks löngu eftir að það komið í varanlega búsetu upp í kirkjugarð og öll önnur verk þess verða löngu gleymd íslendingum. Þessi skömm mun lifa áfram í margar kynslóðir. Það er í þessari umræðu mikið vísað til lagalegra breytinga á hinum Norðurlöndunum. Það sem er ekki nefnt í þessari umræðu er að þessum lagalegu breytingum var komið í gegn af stjórnmálaflokkum sem stunda ekkert annað en hreinan fasisma og síðan stórfelldar lygar gegn flóttamönnum. Staðan er orðin einstaklinga slæm í Danmörku og Svíþjóð að þessu leiti. Það er samt farið að rofa til í þessum ríkjum, þar sem skaðsemi þessara fasista stjórnmálaflokka er ekki bara takmörkuð við flóttamenn. Enda eru allir þar inn vanhæfni, glæpamenn eða allt saman í einhverri blöndunni. Það er einnig ófrávíkjanleg regla í þessu að þegar fasistaflokkanir eru búnir að fjarlægja fyrsta óvininn. Þá kemur bara að þeim næsta. Næsti óvinurinn á Íslandi og víðar er almenningur. Þetta byrjar á einhverju smáu, einhverju sem einhver skrifaði eða sagði. Smáatriðin skipta ekki máli hérna. Eitthvað, einhversstaðar verður alveg óþolandi fyrir einhvern stjórnmálaflokkinn sem er á Alþingi. Þá helst að umræddur stjórnmálaflokkur sé í ríkisstjórn, þannig er hægt að koma málinu í gegn hratt og örugglega á Íslandi án nokkurar eða lítillar umræðu. Síðan eykst þetta bara, fleiri réttindi eru tekinn af almenningi á Íslandi, hægt en örugglega, atvik eru fundin upp til þess að réttlæta lagabreytingar, stjórnarskrárbreytingar, aukin völd lögreglu og þannig heldur það áfram og áfram. Þangað til Íslendingar uppgötva einn daginn að þeir búa í fangelsi án rimla og geta sig hvorki hreyft eða tjáð sig án þess að enda í fangelsi eða eitthvað þaðan af verra. Þetta er nefnilega nákvæmlega það sem gerðist þegar réttindi voru og eru núna tekin af flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum. Það er er engin breyting á þessum skrefum á þeim lagabreytingum sem er núna verið að ýta í gegn þessum flóttamönnum. Nema að þetta flóttafólk getur ekki varist gegn þessum lagabreytingum. Íslendingar geta mótmælt, ennþá en aukin vopnavæðing lögreglunnar á Íslandi er kominn á fullt og það er nákvæmlega engin tilviljun að svo sé og hafi verið samþykkt af dómsmálaráðherra sem er augljóslega ekki í lagi sem manneskja. Staðreyndin er sú að ef lýðræðið tapast. Þá er ekki einfalt að koma því aftur á og Ísland er smáþjóð, það sem er verra. Ísland er afskekkt smáþjóð sem skiptir fáa máli á alþjóðlega sviðinu og hefur í reynd, alltaf skipt litlu máli í sögu heimsins. Það er verið að veikja lýðræði á Íslandi hægt en örugglega með því að fjarlægja réttindi flóttafólks sem kemur til Íslands á eigin vegum með hræðsluáróðri og lygum. Íslendingar, eins og svo margar þjóðir í Evrópu hafa núna val. Það er áframhaldandi lýðræði, ásamt því að taka á móti flóttafólki eða taka upp alræði og afnám lýðræðis. Alræðisstjórnvöld eru í heildina, allar jafn slæmar, allar jafn gjörspilltar og munu á endanum hrynja með braki og hruni þjóða sem eru marga áratugi að jafna sig. Sumar þjóðir hafa haft algjör alræði í meira en 90 ár núna og það er enginn endi í sjón á alræðinu og kúgunni hjá þessum þjóðum. Tilvera Íslands er ekki lögmál. Heldur löng atburðarás sem á uppruna sinn í stjórnmálum Danmerkur um miðja 17 öldina. Ásamt öðrum flækjum, stríðum og sáttmálum og samningum þangað til Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. Júní 1945. Það sama á við um lýðræði á Íslandi. Bæði eða annað getur horfið ef ekki er passað upp á það. Eitt af því sem þarf að passa og berjast gegn er uppgangur öfga-hægri afla sem vilja ekkert meira en eyða lýðræði og frelsi fólks og hola lýðræðið að innan eins og er að gerast í mörgum lýðræðisríkjum heimsins núna í dag. Höfundur er rithöfundur.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun