Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör en það færðist verulega í aukana í þeim seinni.
Memphis Depay kom heimamönnum Hollands yfir á 50. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Jeremy Frimpong á hægri kantinum. Frimpong var svo sjálfur á ferðinni sjö mínútum síðar og tvöfaldaði forystuna.
🇳🇱⚡️Jeremie Frimpong (23) carrying on his fine form from club level to international...
— EuroFoot (@eurofootcom) June 6, 2024
1 goal + 1 assists for Netherlands in friendly match.
Could be crucial asset for Ronald Koeman this summer. 🔝✨ pic.twitter.com/AzGnqH1R8g
Markmaður Kanada gerðist sekur um slæm mistök þegar hann missti einfalt skot frá sér á 63. mínútu. Wout Weghorst hirti frákastið og potaði boltanum í netið.
Virgil Van Dijk kom inn af bekknum á 72. mínútu og setti fjórða mark Hollendinga skömmu síðar. Markið kom eftir hornspyrnu sem var skölluð fyrir á Van Dijk, markmaður Kanada reyndi að kýla boltann bur ten Van Dijk var fyrri til og skallaði hann yfir línuna.
Holland mætir Íslandi í vináttuleik næsta mánudag, 10. júní, á De Kuip leikvanginum í Feyenoord. Leikurinn verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun og útsending hefst 18:15.