„Veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 11:01 Gareth Southgate. Vísir/Ívar Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, átti erfiðan dag í gær líkt og hann greinir frá við Stöð 2 Sport. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Líkt og hefð er fyrir stóð enska knattspyrnusambandið að blaðamannafundi degi fyrir leik í gær en þar var íslenska landsliðið ekkert rætt. Lokahópur Englands fyrir komandi Evrópumót var tilkynntur hálftíma fyrir fund og snerist allt í ensku samfélagi um val á hinum og þessum. „Þetta er erfitt. Við erum þéttur hópur og við höfum þurft að færa góðum vinum erfiðar fréttir. Það hefur verið strembið. En við þurfum einnig að muna að þetta er frábært afrek fyrir þá sem eru valdir, sumir í fyrsta skipti. Við þurfum einnig að samgleðjast þeim,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Southgate segir þetta það erfiðasta sem hann gerir í starfi. „Alveg klárlega. Ég hef spilað og ég er faðir, svo ég veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir. Það er aðeins hægt að vera eins virðingarfullur og hreinskilinn og hægt er. Allir leikmenn okkar eru miklir fagmenn og við höfum unnið með þeim lengi. Það gerir þetta erfiðara á margan hátt en á sama tíma styðja þeir fast við bakið á liðinu.“ James Maddison og Jack Grealish eru á meðal þeirra sem fara ekki með til Þýskalands á meðan yngri menn líkt og Kobbie Mainoo og Jack Wharton verða í flugvélinni. Hann er fullviss að hópurinn sé sá rétti fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi lið. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp sem hafa gert gríðarvel að vinna fyrir treyjunni. Það sést líka á gæðum þeirra sem við tókum ekki,“ segir Southgate um landsliðsvalið. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Líkt og hefð er fyrir stóð enska knattspyrnusambandið að blaðamannafundi degi fyrir leik í gær en þar var íslenska landsliðið ekkert rætt. Lokahópur Englands fyrir komandi Evrópumót var tilkynntur hálftíma fyrir fund og snerist allt í ensku samfélagi um val á hinum og þessum. „Þetta er erfitt. Við erum þéttur hópur og við höfum þurft að færa góðum vinum erfiðar fréttir. Það hefur verið strembið. En við þurfum einnig að muna að þetta er frábært afrek fyrir þá sem eru valdir, sumir í fyrsta skipti. Við þurfum einnig að samgleðjast þeim,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Southgate segir þetta það erfiðasta sem hann gerir í starfi. „Alveg klárlega. Ég hef spilað og ég er faðir, svo ég veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir. Það er aðeins hægt að vera eins virðingarfullur og hreinskilinn og hægt er. Allir leikmenn okkar eru miklir fagmenn og við höfum unnið með þeim lengi. Það gerir þetta erfiðara á margan hátt en á sama tíma styðja þeir fast við bakið á liðinu.“ James Maddison og Jack Grealish eru á meðal þeirra sem fara ekki með til Þýskalands á meðan yngri menn líkt og Kobbie Mainoo og Jack Wharton verða í flugvélinni. Hann er fullviss að hópurinn sé sá rétti fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi lið. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp sem hafa gert gríðarvel að vinna fyrir treyjunni. Það sést líka á gæðum þeirra sem við tókum ekki,“ segir Southgate um landsliðsvalið. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22