Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson skrifar 7. júní 2024 17:01 Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Reynir Böðvarsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun