Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson skrifar 7. júní 2024 17:01 Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Reynir Böðvarsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun