Åge: Gott fyrir strákana Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:38 Åge Hareide var eðlilega ósáttur með tapið en segir framtíðina bjarta. EPA-EFE/Maciej Kulczynski Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. „Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
„Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00