Sport

Ætlar að flúra Eiffel turninn á sig til að fagna titlinum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Carlos Alcaraz er sá yngsti í sögunni til að fagna sigri á risamóti á öllum þremur keppnisyfirborðunum.
Carlos Alcaraz er sá yngsti í sögunni til að fagna sigri á risamóti á öllum þremur keppnisyfirborðunum. Jean Catuffe/Getty Images

Carlos Alcaraz stóð uppi sem sigurvegari opna franska meistaramótsins í tennis um helgina. Hann mun gera minninguna varanlega með húðflúri af Eiffel turninum.

Spánverjinn Alcaraz vann Þjóðverjann Alexander Zverev í úrslitaeinvíginu í gær.

Hann ætlar að halda í sjálfskapaða hefð og fá sér húðflúr til að fagna sigrinum. Hann er þegar með tvær dagsetningar flúraðar á sig, dagarnir þegar hann Wimbledon og opna bandaríska meistaramótið árið 2022.

„Ég verð bara að finna tíma, en ég ætla að gera þetta. Það verður sett á vinstri ökklann,“ sagði Alcaraz í gær.

Sömuleiðis sagði hann að þetta væri langþráður draumur að rætast, hann ólst upp spilandi tennis á leirvöllum líkt og keppt er á í opna franska. Rafael Nadal, fjórtánfaldur meistari og sá sigursælasti í sögunni á opna franska, er hans fyrirmynd.

Met Nadal er talið nær ósnertanlegt enda yfirburðir hans á leirvöllum ótvíræðir en Alcaraz er aðeins 21 árs gamall og á framtíðina fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×