Orkuskipti í forgang Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 10. júní 2024 17:00 Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun