Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 07:00 Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins, er sagður annar af tveimur líklegum eftirmönnum Ebrahims Raisi sem forseti Írans. AP/Vahid Salemi Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi. Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar. Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar.
Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47