Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 07:00 Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins, er sagður annar af tveimur líklegum eftirmönnum Ebrahims Raisi sem forseti Írans. AP/Vahid Salemi Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi. Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar. Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar.
Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47