Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 15:41 Chiquita er ekki hvað síst þekkt fyrir banana. Fyrirtækið greiddi kólumbískri dauðasveit á 10. áratugnum. Vísir/Getty Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina. Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira