Óhollar vörur drepa fjórðung Evrópubúa Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. júní 2024 07:23 Áfengi er á meðal þeirra þátta sem fjallað er um í skýrslunni. Vísir/Vilhelm Tóbak, áfengi, unnar kjötvörur og jarðefnaeldsneyti drepa tvær komma sjö milljónir manna á hverju ári, aðeins í Evrópu. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem hvetur stjórnvöld til þess að grípa til lagasetningar til að draga úr neyslu slíkra vara. Í skýrslunni eru framleiðendur harðlega gagnrýndir fyrir að stuðla að ótímabærum dauðsföllum og slæmri lýðheilsu með því að beita misvísandi markaðsbrellum og þrýstingi á stjórnvöld að setja ekki hömlur á slíka neyslu. Þannig skaði fyrirtækin tilraunir til að draga úr sjúkdómum á borð við krabbamein, hjartasjúkdóma og sykursýki. Skýrsluhöfundar halda því fram að í þeim fimmtíu og þremur löndum sem eru í Evrópu deyji 7400 einstaklingar á hverjum einasta degi af völdum tóbaks, áfengis, unninna kjötvara eða jarðefnaeldsneytis. Það þýðir að næstum fjórðung allra dauðsfalla í álfunni mega rekja til þessara þátta. „Of lengi hafa þessir helstu áhættuþættir aðallega verið tengdir við ákvarðanir einstaklinga. Við þurfum að endurskilgreina vandan sem kerfisbundin vanda, þar sem regluverk spornar gegn ofsafengnu neysluumhverfi,“ hefur The Guardian eftir Frank Vandenbrouck aðstoðarforsætisráðherra Belgíu vegna málsins. Í skýrslunni eru stjórnvöld í Evrópu hvött til að koma á fót talsvert strangari reglugerð sem varðar markaðssetningu þessara vara og hvernig lobbýistar berjast fyrir þeim í stjórnsýslunni. Matvælaframleiðsla Áfengi og tóbak Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem hvetur stjórnvöld til þess að grípa til lagasetningar til að draga úr neyslu slíkra vara. Í skýrslunni eru framleiðendur harðlega gagnrýndir fyrir að stuðla að ótímabærum dauðsföllum og slæmri lýðheilsu með því að beita misvísandi markaðsbrellum og þrýstingi á stjórnvöld að setja ekki hömlur á slíka neyslu. Þannig skaði fyrirtækin tilraunir til að draga úr sjúkdómum á borð við krabbamein, hjartasjúkdóma og sykursýki. Skýrsluhöfundar halda því fram að í þeim fimmtíu og þremur löndum sem eru í Evrópu deyji 7400 einstaklingar á hverjum einasta degi af völdum tóbaks, áfengis, unninna kjötvara eða jarðefnaeldsneytis. Það þýðir að næstum fjórðung allra dauðsfalla í álfunni mega rekja til þessara þátta. „Of lengi hafa þessir helstu áhættuþættir aðallega verið tengdir við ákvarðanir einstaklinga. Við þurfum að endurskilgreina vandan sem kerfisbundin vanda, þar sem regluverk spornar gegn ofsafengnu neysluumhverfi,“ hefur The Guardian eftir Frank Vandenbrouck aðstoðarforsætisráðherra Belgíu vegna málsins. Í skýrslunni eru stjórnvöld í Evrópu hvött til að koma á fót talsvert strangari reglugerð sem varðar markaðssetningu þessara vara og hvernig lobbýistar berjast fyrir þeim í stjórnsýslunni.
Matvælaframleiðsla Áfengi og tóbak Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira