Atvinnulífið og fíkniefnasalan Ólafur Kjartansson skrifar 15. júní 2024 07:01 12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun