„Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2024 07:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal. Vísir/ Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var til viðtals í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football. Þar fór hann yfir tímabilið með Eupen í Belgíu en liðið féll úr efstu deild á nýafstöðu tímabili. Þá ræddi hann ástæðu þess að hann vildi spila aftur í Evrópu eftir veru hjá D.C. United í Bandaríkjunum. Guðlaugur Victor samdi við Eupen fyrir síðustu leiktíð og skrifaði undir þriggja ára samning. Þegar hann skrifaði undir taldi hann liðið vera á uppleið en annað hafi komið á daginn og á endanum hafi liðið fallið. „Maður sá snemma að það væri að stefna í fall, því miður. Þetta er skrítinn og illa rekinn klúbbur,“ segir Guðlaugur Victor í Dr. Football. „Það eru miklir möguleikar þarna og við trúðum á þetta verkefni þegar við fórum þangað. Eigendurnir frá Katar og það er talsvert fjármagn,“ bætti hann við en Alfreð Finnbogason samdi einnig við Eupen fyrir síðustu leiktíð. Eupen styrkti hópinn fyrir tímabilið og sótti þjálfarann Florian Kohfeldt sem hafði áður stýrt Wolfsburg og Werder Bremen í Þýskalandi. Guðlaugur Victor þekkti til hans eftir að hafa sjálfur spilað með Darmstadt 98 og Schalke 04. Kohfeldt hætti í mars síðastliðnum. Svo snerist umræðan að endurkomu Guðlaugs Victors til Evrópu eftir að hafa spilað með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá 2022-23. Guðlaugur Victor í leik með D.C. United.Andrew Katsampes/Getty Images „Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó. Vildi vera nær systur minni og komast aftur á meginlandið. Ég lét umboðsmanninn minn vita af því og þessi möguleiki kom upp.“ Guðlaugur Victor sagðist hafa tekið slaginn því Florian var við stjórnvölinn og hann var að leita að reynslumiklum leikmanni í vörnina. Þá var samningurinn ekki slæmur. „Félagið bauð mér þannig samning að ég gat ekki sagt nei,“ sagði varnarmaðurinn en hann gefur bænum ekki háa einkunn. Það búa undir 20 þúsund manns þarna og ekkert „sexí“ við þetta eins og Guðlaugur Victor segir. „Verkefnið hljómaði hins vegar þannig að ég var til í þetta. Þeir fengu leikmenn með reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni svo þetta tikkaði í öll boxin.“ Alfreð og Guðlaugur Victor á góðri stundu.Isosport/Getty Images Eftir fallið breyttust hlutirnir hratt „Við fengum launin okkar greidd en eftir að við féllum komu þau tveimur vikum of seint, peningurinn er samt kominn inn.“ Nú þegar aðeins tvær vikur í að undirbúningstímabil eigi að hefjast fyrir leiktíðina 2024-25 þá er staðan heldur undarleg. „Það er enginn þjálfari, enginn styrktarþjálfari og enginn sjúkraþjálfari. Menn vita ekki hvaða fjármagn Katararnir ætla að láta í félagið svo það er ekki hægt að ráða neinn.“ Íhugar að færa sig um set „Ég er sjálfur meiddur og búinn að vera meiddur síðustu sex vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fara út í endurhæfingu. Maður veit ekki neitt, þetta er allt mjög skrítið.“ Aðspurður viðurkenndi Guðlaugur Victor að hann væri að íhuga að hugsa sér til hreyfings. Hann er þó raunsær varðandi stöðu sína. „Eins og fótbolti virkar, sérstaklega þegar maður er 33 ára gamall, þá er maður ekkert að tína samning upp af götunni. Ég á tvö ár eftir svo það er spurning hvort ég mætti fara frítt eða hvort það þyrfti að greiða fyrir mig. Það getur spilað stóra rullu í þessu.“ Guðlaugur Victor á að baki 44 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Vísir/Hulda Margrét Jafnframt viðurkenndi Guðlaugur Victor að honum langaði að spila á hærra getustigi en B-deildinni í Belgíu. „Ég er á frábærum samning og ég er 33 ára. Maður þarf að vega og meta þetta. Fjárhagslega hliðin er mikilvæg, en að sama skapi vill ég spila á háu getustigi. Núna er ég bara í endurhæfingu og að vinna í því að koma mér í gang.“ „Ég á ekki mikið eftir af endurhæfingunni, var á vellinum að hlaupa í dag. Verður maður ekki að setja þetta í hendurnar á einhverjum æðri mætti? Það sem gerist, gerist,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson að lokum í spjalli sínu við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Guðlaugur Victor samdi við Eupen fyrir síðustu leiktíð og skrifaði undir þriggja ára samning. Þegar hann skrifaði undir taldi hann liðið vera á uppleið en annað hafi komið á daginn og á endanum hafi liðið fallið. „Maður sá snemma að það væri að stefna í fall, því miður. Þetta er skrítinn og illa rekinn klúbbur,“ segir Guðlaugur Victor í Dr. Football. „Það eru miklir möguleikar þarna og við trúðum á þetta verkefni þegar við fórum þangað. Eigendurnir frá Katar og það er talsvert fjármagn,“ bætti hann við en Alfreð Finnbogason samdi einnig við Eupen fyrir síðustu leiktíð. Eupen styrkti hópinn fyrir tímabilið og sótti þjálfarann Florian Kohfeldt sem hafði áður stýrt Wolfsburg og Werder Bremen í Þýskalandi. Guðlaugur Victor þekkti til hans eftir að hafa sjálfur spilað með Darmstadt 98 og Schalke 04. Kohfeldt hætti í mars síðastliðnum. Svo snerist umræðan að endurkomu Guðlaugs Victors til Evrópu eftir að hafa spilað með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá 2022-23. Guðlaugur Victor í leik með D.C. United.Andrew Katsampes/Getty Images „Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó. Vildi vera nær systur minni og komast aftur á meginlandið. Ég lét umboðsmanninn minn vita af því og þessi möguleiki kom upp.“ Guðlaugur Victor sagðist hafa tekið slaginn því Florian var við stjórnvölinn og hann var að leita að reynslumiklum leikmanni í vörnina. Þá var samningurinn ekki slæmur. „Félagið bauð mér þannig samning að ég gat ekki sagt nei,“ sagði varnarmaðurinn en hann gefur bænum ekki háa einkunn. Það búa undir 20 þúsund manns þarna og ekkert „sexí“ við þetta eins og Guðlaugur Victor segir. „Verkefnið hljómaði hins vegar þannig að ég var til í þetta. Þeir fengu leikmenn með reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni svo þetta tikkaði í öll boxin.“ Alfreð og Guðlaugur Victor á góðri stundu.Isosport/Getty Images Eftir fallið breyttust hlutirnir hratt „Við fengum launin okkar greidd en eftir að við féllum komu þau tveimur vikum of seint, peningurinn er samt kominn inn.“ Nú þegar aðeins tvær vikur í að undirbúningstímabil eigi að hefjast fyrir leiktíðina 2024-25 þá er staðan heldur undarleg. „Það er enginn þjálfari, enginn styrktarþjálfari og enginn sjúkraþjálfari. Menn vita ekki hvaða fjármagn Katararnir ætla að láta í félagið svo það er ekki hægt að ráða neinn.“ Íhugar að færa sig um set „Ég er sjálfur meiddur og búinn að vera meiddur síðustu sex vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fara út í endurhæfingu. Maður veit ekki neitt, þetta er allt mjög skrítið.“ Aðspurður viðurkenndi Guðlaugur Victor að hann væri að íhuga að hugsa sér til hreyfings. Hann er þó raunsær varðandi stöðu sína. „Eins og fótbolti virkar, sérstaklega þegar maður er 33 ára gamall, þá er maður ekkert að tína samning upp af götunni. Ég á tvö ár eftir svo það er spurning hvort ég mætti fara frítt eða hvort það þyrfti að greiða fyrir mig. Það getur spilað stóra rullu í þessu.“ Guðlaugur Victor á að baki 44 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Vísir/Hulda Margrét Jafnframt viðurkenndi Guðlaugur Victor að honum langaði að spila á hærra getustigi en B-deildinni í Belgíu. „Ég er á frábærum samning og ég er 33 ára. Maður þarf að vega og meta þetta. Fjárhagslega hliðin er mikilvæg, en að sama skapi vill ég spila á háu getustigi. Núna er ég bara í endurhæfingu og að vinna í því að koma mér í gang.“ „Ég á ekki mikið eftir af endurhæfingunni, var á vellinum að hlaupa í dag. Verður maður ekki að setja þetta í hendurnar á einhverjum æðri mætti? Það sem gerist, gerist,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson að lokum í spjalli sínu við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira