Leitaði ítrekað til læknis án þess að blóðtapparnir fyndust Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júní 2024 15:36 Konan fór í nokkur skipti á bráðamóttökuna. Vísir/Vilhelm Kona sem leitaði endurtekið eftir læknisþjónustu áður en hún var loks greind með blóðtappa fékk viðeigandi þjónustu hjá Landspítalanum. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan höfðaði mál og vildi meina að meðferðin hefði verið ófullnægjandi og að ríkið bæri skaðabótaábyrgð. Konan leitaði á Læknavaktina í Kópavogi þann 14. september 2016 vegna mikils verks í kálfa. Henni var vísað á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið með stingandi verk í fimm daga, en hún hafi fyrst orðið vör við hann þegar hún lá í sófa í þröngum gallabuxum. Sérfræðilæknir skoðaði konuna, tók úr henni blóðprufu sem sýndi hækkaðan D-dímer svokallaðan. Þá var hún send í ómun til að útiloka blóðtappa, en ómunin sýndi ekki blóðtappa og því var talið líklegast að konan hefði rifið vöðva og að blætt hefði inn á hann. Hækkunin á D-dímernum stafaði líklega af því. Konunni var ráðlagt að hvíla sig og hafa hátt undir fætinum. Kom aftur tveimur dögum síðar Tveimur dögum síðar, þann 16. september sama ár, leitaði konan aftur á bráðamóttöku vegna verksins sem hafði versnað. Sérfræðingur í bráðalækningum og bæklunarskurðlæknir skoðuðu konuna. Hjarta, lungu og kviður voru einkennalaus. Síðan var hún sett aftur í ómun á fæti sem sýndi ekki merki um blóðtappa. Þá var henni ráðlagt að hreyfa sig eftir getu. Daginn eftir, þann sautjánda, skoðaði lungnalæknir konuna. Hann taldi tilfelli hennar óljóst og verki úr samhengi við annað. Hann taldi rétt að kanna möguleika á að setja konuna í segulómun til að útiloka „anatómískan þrýsting á æðakerfið“. Hún fór í segulómun síðar sama dag sem sýndi ekki merki um þennan þrýsting, hins vegar voru merki um bjúg og þrota í kálfanum. Talið var að mögulega væri að ræða um rof á svokallaðri Bakercystu. Hún var útskrifuð þennan sama dag og ráðlagt að stíga í fótinn eins og hún gæti. Fjöldi blóðtappa í fætinum og lungum Síðan liðu sautján dagar þangað til konan leitað aftur á bráðamóttökuna, þann þriðja október. Vegna þess að fyrri ómanir höfðu verið eðlilegar var hún ekki ómskoðuð, en ráðlögð eftirfylgd hjá heimilislækni Tveimur dögum síðar, þann fimmta október hitti konan bæklunarlækni í Orkuhúsinu sem sendi hana í ómskoðun hjá röntgenlækni. Þar komu blóðtappar í fæti hennar í ljós. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm Þar á eftir fór hún á bráðamóttöku í sneiðmyndatöku sem leiddi í ljóst að hún væri með fjölda blóðtappa í fætinum og í lungum. Í kjölfarið var hún sett á blóðþynningarlyf. Í dómi héraðsdóms er sjúkrasaga konunnar rakin áfram þar sem sagt er frá því að hún hafi farið í frekari skoðanir sem sýndu ýmist blóðtappa eða ekki. Segja konuna ekki hafa fengið bestu mögulegu meðferð Konan höfðaði mál líkt og áður segir, en hún vildi meina að það hefði verið hægt að gefa henni blóðþynnandi og segaleysandi lyf fyrr. Þetta hafi frestað greiningu hennar. Jafnframt sagði hún að hefði hún verið greind fyrr hefði henni verið sagt að hætta inntöku getnaðavarnarpillurnar.. Nú hefur varanleg örorka hennar verið metin átján prósent að lágmarki. Þess má geta að Sjúkratryggingar Íslands féllust á bótaskyldu árið 2020. Að mati sjúkratrygginga var ljóst að konan fékk ekki bestu mögulegu meðferð hjá Landspítalanum og að konan ætti því rétt á hámarksbótum. Henni voru greiddar 12,1 milljón króna úr sjúklingatryggingu. Læknar sýndu ekki af sér saknæma háttsemi Konan vildi að fallist yrði á fyrir dómi að íslenska ríkið bæri ábyrgð á líkamstjóni hennar vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar og vitlausra sjúkdómsgreininga. Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, lækni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað séð en að rannsóknirnar sem konan fór í hafi verið samkvæmt viðteknu og viðurkenndu verklagi. Starfsmenn hefðu brugðist við á viðeigandi hátt. Miðað við gögnin sem læknarnir höfðu í höndunum hefðu þeir ekki átt að grípa til blóðþynnandi meðferðar sem hefur miklar aukaverkanir í för með sér, enda var talið að ekki væri um blóðtappa að ræða. Því var það niðurstaða dómsins að starfsmenn Landspítalans hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Íslenska ríkið var því sýknað í málinu. Heilbrigðismál Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Konan leitaði á Læknavaktina í Kópavogi þann 14. september 2016 vegna mikils verks í kálfa. Henni var vísað á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið með stingandi verk í fimm daga, en hún hafi fyrst orðið vör við hann þegar hún lá í sófa í þröngum gallabuxum. Sérfræðilæknir skoðaði konuna, tók úr henni blóðprufu sem sýndi hækkaðan D-dímer svokallaðan. Þá var hún send í ómun til að útiloka blóðtappa, en ómunin sýndi ekki blóðtappa og því var talið líklegast að konan hefði rifið vöðva og að blætt hefði inn á hann. Hækkunin á D-dímernum stafaði líklega af því. Konunni var ráðlagt að hvíla sig og hafa hátt undir fætinum. Kom aftur tveimur dögum síðar Tveimur dögum síðar, þann 16. september sama ár, leitaði konan aftur á bráðamóttöku vegna verksins sem hafði versnað. Sérfræðingur í bráðalækningum og bæklunarskurðlæknir skoðuðu konuna. Hjarta, lungu og kviður voru einkennalaus. Síðan var hún sett aftur í ómun á fæti sem sýndi ekki merki um blóðtappa. Þá var henni ráðlagt að hreyfa sig eftir getu. Daginn eftir, þann sautjánda, skoðaði lungnalæknir konuna. Hann taldi tilfelli hennar óljóst og verki úr samhengi við annað. Hann taldi rétt að kanna möguleika á að setja konuna í segulómun til að útiloka „anatómískan þrýsting á æðakerfið“. Hún fór í segulómun síðar sama dag sem sýndi ekki merki um þennan þrýsting, hins vegar voru merki um bjúg og þrota í kálfanum. Talið var að mögulega væri að ræða um rof á svokallaðri Bakercystu. Hún var útskrifuð þennan sama dag og ráðlagt að stíga í fótinn eins og hún gæti. Fjöldi blóðtappa í fætinum og lungum Síðan liðu sautján dagar þangað til konan leitað aftur á bráðamóttökuna, þann þriðja október. Vegna þess að fyrri ómanir höfðu verið eðlilegar var hún ekki ómskoðuð, en ráðlögð eftirfylgd hjá heimilislækni Tveimur dögum síðar, þann fimmta október hitti konan bæklunarlækni í Orkuhúsinu sem sendi hana í ómskoðun hjá röntgenlækni. Þar komu blóðtappar í fæti hennar í ljós. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm Þar á eftir fór hún á bráðamóttöku í sneiðmyndatöku sem leiddi í ljóst að hún væri með fjölda blóðtappa í fætinum og í lungum. Í kjölfarið var hún sett á blóðþynningarlyf. Í dómi héraðsdóms er sjúkrasaga konunnar rakin áfram þar sem sagt er frá því að hún hafi farið í frekari skoðanir sem sýndu ýmist blóðtappa eða ekki. Segja konuna ekki hafa fengið bestu mögulegu meðferð Konan höfðaði mál líkt og áður segir, en hún vildi meina að það hefði verið hægt að gefa henni blóðþynnandi og segaleysandi lyf fyrr. Þetta hafi frestað greiningu hennar. Jafnframt sagði hún að hefði hún verið greind fyrr hefði henni verið sagt að hætta inntöku getnaðavarnarpillurnar.. Nú hefur varanleg örorka hennar verið metin átján prósent að lágmarki. Þess má geta að Sjúkratryggingar Íslands féllust á bótaskyldu árið 2020. Að mati sjúkratrygginga var ljóst að konan fékk ekki bestu mögulegu meðferð hjá Landspítalanum og að konan ætti því rétt á hámarksbótum. Henni voru greiddar 12,1 milljón króna úr sjúklingatryggingu. Læknar sýndu ekki af sér saknæma háttsemi Konan vildi að fallist yrði á fyrir dómi að íslenska ríkið bæri ábyrgð á líkamstjóni hennar vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar og vitlausra sjúkdómsgreininga. Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, lækni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað séð en að rannsóknirnar sem konan fór í hafi verið samkvæmt viðteknu og viðurkenndu verklagi. Starfsmenn hefðu brugðist við á viðeigandi hátt. Miðað við gögnin sem læknarnir höfðu í höndunum hefðu þeir ekki átt að grípa til blóðþynnandi meðferðar sem hefur miklar aukaverkanir í för með sér, enda var talið að ekki væri um blóðtappa að ræða. Því var það niðurstaða dómsins að starfsmenn Landspítalans hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Íslenska ríkið var því sýknað í málinu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira