Örlagavaldur íslenskra heimila Guðbrandur Einarsson skrifar 20. júní 2024 08:30 Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna og viljað skoða upptöku annars gjaldmiðils eða í það minnsta að fram fari rannsókn á kostum og göllum íslensku krónunnar samanborið við önnur og stærri gjaldmiðlasvæði. Endalaus óstöðugleiki Allt frá því að ég kom inn á íslenskan húsnæðismarkað sem ungur maður fyrir áratugum síðan, hef ég búið við óstöðugleika og þannig hefur það verið hjá öllum öðrum. Vegna þessa óstöðugleika var tekin upp verðtrygging bæði á lánum og launum en það leysti ekki neitt og niðurstaðan varð sú að hætt var að verðtryggja laun en lán héldust áfram verðtryggð og gera enn. Allar tilraunir til að auka hér stöðugleika hafa mistekist. Vextir hafa verið kýldir niður með handafli og fólki ýmist talin trú um að taka óverðtryggð eða verðtryggð lán. Allt eftir því hvernig vindar hins skoppandi íslenska örgjaldmiðils hafa blásið. Fyrirtækin farin í öruggt skjól Þetta ástand er óviðunandi. Enda hafa hundruð fyrirtækja þegar gefist upp á krónunni og flutt sig yfir í annað og stærra myntkerfi. Vegna þess að þau geta það. Almenningur situr hins vegar eftir með Svarta Pétur og getur sig hvergi hreyft. Svikalogn er orðið yfir íslenskan stöðugleika Íslenskur stöðugleiki er í mínum huga ekkert annað en svikalogn. Veruleikinn er annað hvort upp eða niður, svartur eða hvítur.Sagan hefur hins vegar kennt okkur að sá óheyrilegi kostnaður sem fylgir því að ríghalda í íslensku krónuna endar ALLTAF á herðum almennings. Við verðum að fara að bjóða fólki upp á aðrar og raunhæfari lausnir en innantóm loforð.Það gerir einn flokkur á Alþingi og sá flokkur heitir Viðreisn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Alþingi Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna og viljað skoða upptöku annars gjaldmiðils eða í það minnsta að fram fari rannsókn á kostum og göllum íslensku krónunnar samanborið við önnur og stærri gjaldmiðlasvæði. Endalaus óstöðugleiki Allt frá því að ég kom inn á íslenskan húsnæðismarkað sem ungur maður fyrir áratugum síðan, hef ég búið við óstöðugleika og þannig hefur það verið hjá öllum öðrum. Vegna þessa óstöðugleika var tekin upp verðtrygging bæði á lánum og launum en það leysti ekki neitt og niðurstaðan varð sú að hætt var að verðtryggja laun en lán héldust áfram verðtryggð og gera enn. Allar tilraunir til að auka hér stöðugleika hafa mistekist. Vextir hafa verið kýldir niður með handafli og fólki ýmist talin trú um að taka óverðtryggð eða verðtryggð lán. Allt eftir því hvernig vindar hins skoppandi íslenska örgjaldmiðils hafa blásið. Fyrirtækin farin í öruggt skjól Þetta ástand er óviðunandi. Enda hafa hundruð fyrirtækja þegar gefist upp á krónunni og flutt sig yfir í annað og stærra myntkerfi. Vegna þess að þau geta það. Almenningur situr hins vegar eftir með Svarta Pétur og getur sig hvergi hreyft. Svikalogn er orðið yfir íslenskan stöðugleika Íslenskur stöðugleiki er í mínum huga ekkert annað en svikalogn. Veruleikinn er annað hvort upp eða niður, svartur eða hvítur.Sagan hefur hins vegar kennt okkur að sá óheyrilegi kostnaður sem fylgir því að ríghalda í íslensku krónuna endar ALLTAF á herðum almennings. Við verðum að fara að bjóða fólki upp á aðrar og raunhæfari lausnir en innantóm loforð.Það gerir einn flokkur á Alþingi og sá flokkur heitir Viðreisn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun