Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2024 14:01 Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tryggingar Alþingi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun