Hvað verður um þau? Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. júní 2024 16:00 „Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
„Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun