Örfá orð um Mannréttindastofnun Íslands Henry Alexander Henrysson skrifar 24. júní 2024 10:02 Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“. Svipaður málflutningur hefur svo verið gegnumgangandi undanfarna daga. Samflokksmaður áðurnefnds þingmanns er til dæmis alveg rasandi yfir því að frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands fari í gegnum þingið á þessum síðustu dögum þess. Hann sagðist vera furðu lostinn yfir því að Vinstri græn hafi getað gert þetta að forgangsmáli ríkisstjórnarinnar enda „nóg af mannréttindastofnunum fyrir“, eins og haft er eftir honum (og hann virðist hafa sagt gegn betri vitund). Þetta sjónarhorn á frumvarpið hefur svo í raun styrkst enn frekar þar sem það hafa einungis verið þingmenn VG sem hafa skrifaði í blöð og reynt að útskýra tilurð og markmið frumvarpsins. Nú er ég enginn áhugamaður um pólitíska framtíð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir stuttu síðan birti ég til dæmis grein á þessum vettvangi þar sem ég gagnrýndi það sem ég taldi vera ranga ákvörðun ráðherra flokksins að gefa út eins árs leyfi til hvalveiða. En ég finn mig samt knúinn til að skrifa nokkur orð um stofnun Mannréttindastofnunarinnar. Í fyrsta lagi útiloka ein afglöp stjórnmálahreyfingar ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli. Meira máli skiptir hins vegar að mikilvægt málefni eins og frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands má ekki festast á forræði eins stjórnmálaflokks og verða merkt til framtíðar sem nokkurs konar gæluverkefni hans. Stofnunin verður að hljóta stuðning þvert á flokka og í raun færð úr því flokkspólitíska umhverfi sem hún virðist núna föst í. Aðrir hafa á ljómandi hátt skrifað um markmið og tilgang þessarar stofnunar. Það er ekki ástæða til að fara ítarlega í þau markmið hér. Það er þó mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnunin er því ekki einhvers konar hugarfóstur VG eins og gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu. Hún er einfaldlega þáttur í því að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast. Ég hef oft fylgst með framgangi lagafrumvarpa fyrir Alþingi og nokkrum sinnum komið að ritun umsagna um þau. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn samhljóða umsagnir og bárust um frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands. Sem betur fer höfum við haft aðila og samtök í íslensku samfélagi sem hafa haldið mannréttindum á lofti í samfélagsumræðunni og – þegar best hefur tekist til – haldið stjórnvöldum við efnið. Þessi aðilar voru allir sammála um mikilvægi stofnunarinnar í umsögnum sínum. Hún kemur ekki í stað annarra aðila í íslensku samfélagi sem vinna að eflingu mannréttinda, frekar en í öðrum löndum með slíka stofnun. Vilja þeir sem hafa gert lítið úr tilgangi Mannréttindastofnunar Íslands að Ísland sé eitt örfárra Evrópulanda sem hefur ekki sett slíka stofnun á fót? Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði hér að framan um mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki. Persónulega eru mér minnisstæð lög um vandaða starfshætti í vísindum og skipun óháðrar nefndar um þá starfshætti. Þar má segja að ekki hafi verið mikill bragur á innleiðingunni enda málið mögulega ekki nægilega mikil sameign Alþingis á sínum tíma. Vonandi bíða Mannréttindastofnunar Íslands betri örlög. Vonandi fagna fleiri stofnun hennar heldur en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“. Svipaður málflutningur hefur svo verið gegnumgangandi undanfarna daga. Samflokksmaður áðurnefnds þingmanns er til dæmis alveg rasandi yfir því að frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands fari í gegnum þingið á þessum síðustu dögum þess. Hann sagðist vera furðu lostinn yfir því að Vinstri græn hafi getað gert þetta að forgangsmáli ríkisstjórnarinnar enda „nóg af mannréttindastofnunum fyrir“, eins og haft er eftir honum (og hann virðist hafa sagt gegn betri vitund). Þetta sjónarhorn á frumvarpið hefur svo í raun styrkst enn frekar þar sem það hafa einungis verið þingmenn VG sem hafa skrifaði í blöð og reynt að útskýra tilurð og markmið frumvarpsins. Nú er ég enginn áhugamaður um pólitíska framtíð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir stuttu síðan birti ég til dæmis grein á þessum vettvangi þar sem ég gagnrýndi það sem ég taldi vera ranga ákvörðun ráðherra flokksins að gefa út eins árs leyfi til hvalveiða. En ég finn mig samt knúinn til að skrifa nokkur orð um stofnun Mannréttindastofnunarinnar. Í fyrsta lagi útiloka ein afglöp stjórnmálahreyfingar ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli. Meira máli skiptir hins vegar að mikilvægt málefni eins og frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands má ekki festast á forræði eins stjórnmálaflokks og verða merkt til framtíðar sem nokkurs konar gæluverkefni hans. Stofnunin verður að hljóta stuðning þvert á flokka og í raun færð úr því flokkspólitíska umhverfi sem hún virðist núna föst í. Aðrir hafa á ljómandi hátt skrifað um markmið og tilgang þessarar stofnunar. Það er ekki ástæða til að fara ítarlega í þau markmið hér. Það er þó mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnunin er því ekki einhvers konar hugarfóstur VG eins og gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu. Hún er einfaldlega þáttur í því að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast. Ég hef oft fylgst með framgangi lagafrumvarpa fyrir Alþingi og nokkrum sinnum komið að ritun umsagna um þau. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn samhljóða umsagnir og bárust um frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands. Sem betur fer höfum við haft aðila og samtök í íslensku samfélagi sem hafa haldið mannréttindum á lofti í samfélagsumræðunni og – þegar best hefur tekist til – haldið stjórnvöldum við efnið. Þessi aðilar voru allir sammála um mikilvægi stofnunarinnar í umsögnum sínum. Hún kemur ekki í stað annarra aðila í íslensku samfélagi sem vinna að eflingu mannréttinda, frekar en í öðrum löndum með slíka stofnun. Vilja þeir sem hafa gert lítið úr tilgangi Mannréttindastofnunar Íslands að Ísland sé eitt örfárra Evrópulanda sem hefur ekki sett slíka stofnun á fót? Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði hér að framan um mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki. Persónulega eru mér minnisstæð lög um vandaða starfshætti í vísindum og skipun óháðrar nefndar um þá starfshætti. Þar má segja að ekki hafi verið mikill bragur á innleiðingunni enda málið mögulega ekki nægilega mikil sameign Alþingis á sínum tíma. Vonandi bíða Mannréttindastofnunar Íslands betri örlög. Vonandi fagna fleiri stofnun hennar heldur en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar