Skerðingargildra eldra fólks Viðar Eggertsson skrifar 25. júní 2024 18:02 Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun